Kristveig í Sveré

Tuesday, June 26, 2007

Jæja...

Nú eru tvær frábærar helgar að baki síðan ég skrifaði síðast.
15.-18.júní skrapp ég til Írisar minnar í Noregi og hitti Tuma litla í fyrsta sinn og hann stóð sko fyllilega undir væntingunum þrátt fyrir að þær væru himinháar... hehe... Hann er einfaldlega alveg endalaust krútt! Mér var falinn sá heiður að fá að vera skírnarvottur fyrir Tuma og svo hafði ég líka í laumi komið því svo fyrir að ég gat sungið fyrir hann lítið lag í kirkjunni án þess að foreldrarnir kæmust að því. :) Ferðin var alveg yndisleg í alla staði, gaman að hitta Írisi, Tuma og Geir og svo líka fjölskylduna hennar Írisar.
Tumi í baði. Það er eitt það besta sem hann veit.

Geir, Margrét amma, Bubbi afi, Tumi og Íris

Skírnarvottarnir Kiddi, Hlín, ég, Wilfred, Janne og Daniel og svo er Tumi auðvitað í miðjunni.

Núna um helgina var midsommar og ég Dagný, Gustaf og Axel vinur Gustafs eyddum helginni í bústað sem fjölskylda Axels á og er á Djurö hér úti í Skerjagarðinum. Við fundum okkur margt til dundurs, tókum t.d. þátt í hefðbundnum midsommarhátíðarhöldum sem minna mjög á 17.júní hátíðarhöld heima. Við rérum líka á árabát umhverfis litla eyju, fórum í siglingu yfir í Sandhamn (sem er á eyju ennþá lengra úti í Skerjagarðinum), grilluðum, sungum, hlógum, spiluðum Kubb og skelltum okkur til sunds í sjónum. Afskaplega skemmtileg helgi!

Tuesday, June 12, 2007

Jibbíííííí!

Í dag fékk ég verkefnið mitt endanlega samþykkt af prófdómara! Nú á ég bara eftir að setja það í prentun og svo verður það líka birt á heimasíðu KTH. Ég er alveg í skýjunum!


Annars er það helst af mér að frétta að Sigurlaug mín og Viðar hennar komu í heimsókn til mín 1.-8. júní og það var ekkert smá gaman að hafa þau. Ég tók mér alveg frí frá verkefninu þessa viku og við vorum alveg ótrúlega heppin með veðrið, um 25 stiga hiti og glampandi sól alla dagana. Við fundum okkur ýmislegt til dundurs (fyrir utan að njóta veðurblíðunnar); röltum um bæinn, fórum upp í Kaknästornet og horfðum yfir borgina úr 155 m hæð, fórum í smá siglingu yfir í Fjäderholmarna hér í Skerjagarðinum, fórum á frábæra íslenska tónleika og margt fleira. Á þjóðhátíðardaginn (6. júní) var kórinn minn með tónleika og Sigurlaug kom á þá, voða gaman að hafa hana í salnum :)



Síðast liðinn laugardag söng kórinn minn í sumarveislu Marie Fredriksson (úr Roxette) og það var nú ekki leiðinlegt að syngja fyrir fullt af frægu liði. Reyndar þekkti ég nú ekki mörg andlit en ég þekkti þó Marie, Per Gessle og svo Martin Timell (sem er nokkurs konar sjónvarpssmiður). Eftir sönginn kíktum við Dagný í partý til Siggu frænku. Mjög gaman að hitta hana aðeins. Það verður líka ekki á næstunni sem ég hitti hana aftur því hún er að fara að vinna í Úganda í nokkra mánuði.

Er búin að kíkja tvisvar í heimsókn til Kollu og Andra til að skoða Jakob Tuma litla og hann er rosalegt krútt! Næstu helgi er ég svo að fara að skoða annan Tuma, nefnilega Írisartuma. Hlakka ekkert smá mikið til! :)

Saturday, May 26, 2007

Vúhúúúú!

Jæja, þá er ég búin að skila ritgerðinni minni til prófdómara og nú er bara að krossa fingur og vona að hann geri ekki neinar stórkostlegar athugasemdir...
Það er búið að vera mikið að gera í kórnum undanfarið, var á kóræfingu á mánudags- og miðvikudagskvöldið og svo vorum við að syngja á útskriftarathöfnum KTH í gær og fyrradag. Hér kemur ein mynd af okkur Lovísu uppdressuðum. Ég er nú eitthvað hokin á þessari mynd. Batteríin í myndavélinni voru sko búin eftir þessa mynd.... en ég skelli henni samt inn bara til sýna ykkur hvað við erum glæsilegar með þessar húfur við síðkjólana ;)Gustaf hennar Dagnýjar útskrifaðist í gær og líka Jacob Possne, sem er í kórnum og svo Steinar Wang. Ég náði að taka myndir af Gustaf en þær eru nú ekki góðar. Set eina hérna inn fyrir Dagnýju... Gustaf er þriðji frá vinstri. Sá Steinar í svip en missti af því þegar hann tók við skírteininu því við vorum held ég að syngja bara rétt á undan eða rétt á eftir.Nú er ég að fara að lesa mastersverkefni sem ég á að opponera á (gagnrýna...) á mánudaginn. Ég er nú ekkert alveg í einbeitingargírnum en efnið virkar áhugavert (hvernig borgarskipulag hefur áhrif á almenningssamgöngur) svo að ég hlýt að geta sökkt mér ofan í þetta bráðum... :P

Svo er vörnin mín á fimmtudaginn og á föstudaginn koma Sigurlaug og Viðar hennar til mín! Jei! Það verður frábært að fá þau í heimsókn!

Wednesday, May 16, 2007

Ekki eins mikil panik... hehe

Já, nú fer að styttast í að ég eigi að skila inn verkefninu mínu og ég verð nú bara að segja að þó að ég eigi nú dálitla vinnu eftir þá er ég frekar róleg yfir þessu. Er meira að segja stundum næstum með áhyggjur af því hvað ég er róleg... hehe En svo kemur þetta nú í bylgjum...
Ég á s.s. að skila verkefninu á fimmtudaginn eftir viku og kynna það fimmtudaginn 31. maí. Svo virkar kerfið þannig í minni deild að prófdómarinn og nemandinn sem á að gagnrýna mitt verkefni koma með athugasemdir þarna í kynningunni og spyrja mig út úr og eftir kynninguna þarf ég svo að laga það sem þeim finnst að betur mætti fara, áður en ég get skilað inn endanlegu eintaki.

En nú að öðru en verkefninu... Ég er búin að fara í tvö ferðalög síðan ég skrifaði síðast. Fyrst fór ég í rúmlega helgarferð til Newcastle að heimsækja mömmu og Kristbjörg kom líka. Þetta var mjög vel heppnuð mæðgnaferð! Við röltum um bæinn, skoðuðum listasöfn, skoðuðum skólann hennar mömmu, fórum út að borða nokkrum sinnum, fórum á mjög flotta sinfóníutónleika og margt fleira. Hér kema tvær myndir úr ferðinni, fyrst af okkur mæðgum úti að borða í flotta tónlistarhúsinu fyrir sinfóníutónleikana, svo ein af þeim tveimur með tónleikahúsið í bakgrunni :)


Tveimur vikum eftir þessa ferð fór ég aftur í rúma helgarferð en í það skiptið í keppnisferðalag með kórnum mínum (Kongliga Teknologkören). Sú ferð var ekki síður vel heppnuð í alla staði og söngurinn gekk mjög vel, bæði kórsöngurinn og dúettinn minn. Við unnum reyndar engin verðlaun en fengum samt mjög góða einkunn og vorum bara 1% frá vinningskórnum :)
Hér koma þrjár myndir úr ferðinni, fyrst af Mathildu og Lovísu að klifra, svo af mér og Mathildu í Blarney kastalanum og síðasta myndin er svo af mér og Lísu (sem söng dúettinn með mér) í kórkjólunum rétt fyrir keppnina :)

Sunday, April 15, 2007

Paaaannnnniiiiiiiiikkkk!!!

Já, það hlaut að koma að því að ég yrði verulega stressuð yfir verkefninu mínu. Stressið helltist yfir mig á miðvikudaginn þegar allt var búið að ganga á afturfótunum í tvo daga...
Scheise, segi ég nú bara... það hefur meira að segja hvarflað að mér að ég næði hreinlega ekki að klára verkefnið fyrir tilsettan tíma... en ég reyni að bægja svoleiðis hugsunum burt...

Að öðru leyti er ekki hægt annað en að vera með sól í sinni því í dag var sól, logn og 20 stiga hiti og ég rölti heillengi um bæinn með Dagnýju og Katrínu. Ekki slæmt það! :)

Tuesday, April 03, 2007

Prinsessusöngur

Söng með kórnum mínum við skírn um helgina. Skírnin var í kirkju einni á Östermalm (einu af fínni hverfum borgarinnar) og allt í kringum athöfnina einkenndist mjög af því að fólkið sem var að láta skíra dóttur sína á sennilega ekkert svo lítið af peningum. Það er nú fyrir það fyrsta ekki alveg ókeypis að fá kórinn okkar til að syngja fyrir sig (kostar ca 5000 sænskar held ég) en svo var kirkjan líka full af mjög fínu fólki, karlmönnum með vatnsgreitt hár og kvenfólki í Armani drögtum (eða einhverju álíka). Og hver haldiði að hafi svo verið meðal gestanna? Það var nú barasta hún Madeleine prinsessa! Voðalega sæt og fín og það var nú ekki leiðinlegt að syngja fyrir hana :)

Monday, March 26, 2007

Frábaerir tónleikar!

For asamt fridu föruneyti (Dagnyju, Kollu, Andra, Stebba, Dada, Bigga og Magneyju) a tonleika med Damien Rice a laugardagskvöldid. Hopurinn for fyrst ut ad borda, asamt Heidu og fjölskyldu (Heida er vinkona hennar Dagnyjar) a griskan stad a Söder og thar fengum vid mjög godan mat a frekar lagu verdi. Reyndar var thjonninn okkar ekki i mjög miklu studi en vid letum thad nu ekki a okkur fa, enda i mjög godum gir og ekki tilbuin til ad lata einn thjonsraefil stela honum fra okkur. :) Tonleikarnir voru svo algjör snilld! Baedi er Damien natturulega mjög godur tonlistarmadur og lögin god en svo er hann lika alveg bradskemmtilegur og sagdi alls konar skemmtilegar sögur af sjalfum ser a milli laga og utskyrdi lika bakgrunninn bak vid mörg laganna og tha skildi madur miklu betur um hvad thau snerust.
Ad ödru leyti var helgin bara roleg enda var eg ad vinna i thvi ad losa mig vid kvefdrusluna sem er buin ad vera ad herja a mer sidustu vikuna. Held bara ad rolegheitin hafi skilad ser agaetlega thvi eg var thad hress i morgun ad eg skellti mer ut ad hlaupa, eftir rumlega viku hle fra aefingum. Nu verdur s.s. hreyfingarprogramid tekid upp aftur. Sex sinnum i viku, engin miskunn... hehe