Kristveig í Sveré

Tuesday, October 12, 2004

Helgin...

..var fín og fór að mestu í undirbúining tveggja veisla sem Kristbjörg systir mín hélt í tilefni þrítugsafmælis síns. Veislurnar heppnuðust báðar mjög vel (eitt vinapartý á laugardagskvöldið og svo fjölskyldukaffi á sunnudeginum) en eini gallinn var að ég uppgötvaði nú færi ég að nálgast fertugsaldurinn sjálf... það eru nebbla bara tæp tvö ár á milli okkar systra og aldurinn er bara að færast yfir mann allt of hratt... soldið skerí. Held sko að heilinn minn hafi endurstillst þegar ég á gamalsaldri ákvað að skella mér í verkfræði með mér yngra fólki og ég hef lifað í þeirri blekkingu þrjú síðustu árin að ég sé fædd svona í kringum 1980... en nú er blákaldur sannleikurinn að skvettast framan í mig... Held að besta ráðið sé að fara að kaupa sér gott hrukkukrem og reyna að halda aðeins lengur í blekkinguna!

2 Comments:

  • At 6:49 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já sammála þér með aldurinn, væri reyndar alveg til í að vera bara 24 ára áfram í nokkur ár. Hefur samt sjaldan fundist ég vera gömul nema um daginn þegar ónefndur glataður gaur sagði við mig að honum þætti ég of gömul ,,,,,nota bene hann var rúmu hálfu ári yngri en ég (einu almanaksári þó) !!!! sem sagt menn líta á aldurinn misjöfnum augum ;)

     
  • At 6:51 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Æi, aldur er svo afstæður, bara tölur á blaði sem er ekkert að marka...eða svona næstum því ekkert ;)
    Þú ert nú alveg fædd í kringum 1980, allavega nær 1980 en 1970!

     

Post a Comment

<< Home