Kristveig í Sveré

Wednesday, October 13, 2004

Menn eru nú ekki bara teknir í r... í Kína...

...já, svo ég haldi nú áfram umræðunni um hrukkukrem eða bara andlitskrem yfir höfuð fyrst að svo réttilega hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að bera þau á sig í tíma og ótíma til að berjast gegn ellikellingunni... Ég var að ræða þetta við einkaþjálfarann minn (sem er rosa mikil gella og pælir mikið í öllu svona...) og hún var að segja mér að hana langaði svo að kaupa sér krem sem væri reyndar svolítið dýrt. Nú, hvað kostar það? 5000 kall? sagði ég í sakleysi mínu (ákvað að skjóta svolítið hátt... ég kaupi mér nefnilega sjaldan krem sem fara yfir 3000 kallinn). Nei, nei, þá kom nú í ljós að þessi litla dolla kostar litlar 19000 krónur!!! Ég átti ekki til eitt einasta orð en reyndi að fela hneykslun mína eins vel og ég gat. Held að það hafi ekki tekist neitt mjög vel því að gellan fór að reyna að réttlæta kaup sín á þessu kremi með því að segja mér að þetta væri svo miklu miklu betra fyrir húðina og að það væru nú til dýrari krem... Já, það er sem sagt til krem sem kostar 45.000 kall!!!! Hver kaupir svona, spyr ég nú bara! Held ég láti nú hrukkurnar dafna frekar en að eyða peningum í þetta!

3 Comments:

  • At 6:10 AM, Blogger Rúna said…

    Það borgar sig örugglega frekar að leggjast undir hnífinn þegar hrukkurnar fara að láta á sér kræla... Eða bara smyrja sig með gyllinæðarkremi.

     
  • At 8:44 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, ég held ég verði bara að fara að safna fyrir framtíðinni hvað þetta varðar...

     
  • At 6:07 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, hvaðan kemur þessi hugmynd um gyllinæðarkremið, Rúna? Hvar fær maður svoleiðis??? ;)

     

Post a Comment

<< Home