Kristveig í Sveré

Thursday, October 14, 2004

Síðari hluti könnunarinnar...

Jæja, þá er komið að síðari hluta hinnar stórvísindalegu könnunar sem ég byrjaði á hér um daginn...
Gleymdi víst að segja að þetta væri í tveimur hlutum :S
En alla vega, þið sem svöruðuð, vilduð þið kannski vera svo væn að segja mér hvað systkinahópurinn ykkar er stór (þ.e. að ykkur meðtöldum).
Ég veit reyndar að þessi könnun er gölluð að því leyti að ekki er alveg á hreinu hvernig á að meðhöndla hálfsystkini... en ég held að það sé best að gefinn sé upp fjöldi í systkinahóp sem hefur alist upp á sama heimilinu...
Kenningin mín er sem sagt sú að meirihluti fólks vilji eignas jafn mörg börn og eru í systkinahópnum... og nú kemur í ljós hvort þetta reynist rétt!! (Þetta er náttúrulega ekki mjög stórt úrtak en það eru nokkrir sem svöruðu ekki á netinu og þetta verður að sjálfsögðu marktæk niðurstaða!)

10 Comments:

  • At 8:07 AM, Blogger AuðurA said…

    Minn systkinahópur samanstendur af einu barni. Ég myndi láta eitt barn nægja mér, í mesta lagi tvö... Sko gæði ekki magn ;-)

     
  • At 2:38 PM, Anonymous Anonymous said…

    Við erum 4 systkinin. Er einmitt ekki sammála þessari kenningu þinni. Ég gæti trúað að einbirni vildu fleiri en eitt en fólk úr stærri systkinahópum vildi sjálft eignast færri börn. Eflaust er þetta þó jafn misjafnt og fólk er margt :)

     
  • At 2:13 AM, Blogger Rúna said…

    Ég á 3 systkini... tvö þeirra hálf, en ég lít á þau öll sem Systkini mín - ekki 1/2 e-ð.
    En ef þessi tvö hálfu eru samtals eitt þá erum við þrjú (út frá mér séð) og kenningin stenst!
    Ég trúi á þessa kenningu... en vissulega eru til undantekningar.

     
  • At 2:18 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Við erum þrjú.

     
  • At 3:17 AM, Blogger arndis said…

    Við erum tvö, en ég var ein. Mig langar í 0-2 þannig að kenninginn stenst :)

     
  • At 5:46 AM, Blogger Cilla said…

    Ég á 2 hálfsystkin sem ólust ekki upp á sama heimili og ég þ.a. að skv. könnuninni er ég væntanlega einbirni en ég myndi vilja 2-3 börn (fannst ekkert of gaman að vera ein sko) :)

     
  • At 12:36 PM, Blogger Katrin said…

    við erum tvær systurnar

     
  • At 3:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ahh.. kenningin fellur.... Mig langaði í 1 barn, en við erum 4 systkinin. Ólst reydnar eiginlega bara upp með 1 þeirra, svo þa er ekki svo fjarri lagi. Og svona þegar ég hugsa um það þá væri nú 2 börn betra en 1 svo þessu eina leiðist ekki.. Þá erum við komin í hring og kenningin stenst!!

     
  • At 3:09 AM, Blogger Rebekka said…

    Tjah, hvernig skal svara? Ég á, eins og þú veist, 3 systkini, í 3 heimsálfum en ólst upp með þeim öllum að miklu leyti þar til við komumst á unglingsárin. Langar í 2 börn, strák og stelpu, tvíbura takk. Frekja?

     
  • At 7:11 AM, Anonymous Anonymous said…

    Kann ekki alveg á þetta. Ég er alin upp í 3ja barna fjölskyldu-2 stelpur einn strákur, á einn strák og tvær stelpur. Ætla að láta mér það nægja. Á 2 hálfbræður, sem eru miklu yngri (19 og 23 árum yngri-mér finnst ég vera meira eins og amma þeirra en systir), ætli ég vilji ekki 2 ömmustráka skv. kenningunni.
    Guðrún Bryndís

     

Post a Comment

<< Home