Með illu skal illt út reka!
Það er einhver lumbra í mér í dag og ég er að velta fyrir mér hvað sé best að gera til að losna við veikindi. Mamma gaf mér einu sinni ógeðisdrykk þegar ég var að verða eitthvað slöpp og mig minnir að hann hafi virkað... hann er bara svo helv... vondur, en með illu skal illt út reka... Uppskriftin er eitthvað á þá lund að maður sýður fjallagrös í vatni í ca. 15 mín, síar svo grösin frá og bætir hunangi og e.t.v. sítrónusafa í soðið. Þetta er sennilega einn versti drykkur sem til er. Ég hef nú svo sem á minni söngskólatíð sankað að mér alls kyns uppskriftum gegn kvefi, slappleika og særindum í hálsi. Dæmi um þetta er að drekka seyði af engiferrót, anda að sér vatnsgufu, bryðja sólhatt, c-vítamín og býflugnavax og svona mætti lengi telja. Það nýjasta sem ég heyrði um í þessum efnum er að gott sé að þamba vatn alveg þar til maður fer að pissa glæru...
Ég hugsa að ég muni hafa nóg að gera eftir vinnu við að koma þessu öllu saman í verk...
Kann kannski einhver betri töfralausn en þær sem hér eru upp taldar? Ég nenni ekki að verða veik!
Ég hugsa að ég muni hafa nóg að gera eftir vinnu við að koma þessu öllu saman í verk...
Kann kannski einhver betri töfralausn en þær sem hér eru upp taldar? Ég nenni ekki að verða veik!
2 Comments:
At 9:10 AM, Anonymous said…
Besta töfralausnin er að taka lýsi alla daga og svo vítamín og steinefni með (ætluð fyrir fólk sem tekur lýsi). Verst að þetta ráð virkar þvi miður ekki eftir á- ef maður er orðinn veikur. Ég samt tek alltaf lýsi og vítamín og verð mjög sjaldan veik 7 9 13 :)
At 10:10 AM, Kristveig said…
Já, lýsi er allra meina bót, ég tek það á hverjum morgni :-) Svo er ég búin að hlaða í mig sólhatti og c-vítamíni í dag!
Post a Comment
<< Home