Kristveig í Sveré

Thursday, January 13, 2005

Engin takmörk...

... eru nú fyrir því hvað manni dettur í hug að gera... Eftir nokkurra daga sleitulausa umræðu kvenpeningsins sem ég vinn með um prjónablöð, prjónauppskriftir og handavinnu yfir höfuð, ákvað ég að byrja að hekla og finnst það bara ótrúlega gaman!
Veit nú ekki hvort ég næ að halda áhuganum nógu lengi til að klára stykkið, það hefur viljað loða við mig að byrja á einhverju svona með offorsi en gefast svo upp í miðju kafi... ég á t.d. hálfprjónaða peysu, hálfkláraðan útsaumsdúk og alls konar ónotað föndurdót uppi í skáp en nú ætla ég að reyna að klára! :)

8 Comments:

  • At 3:59 PM, Anonymous Anonymous said…

    Myndarskapurinn í þér kona ! Ég sæi mig ekki í anda hekla eða prjóna í bráð- er of óþolinmóð fyrir svona dútlerí . Held samt að áhuginn komi þegar maður er hættur í náminu- þá gefist tími fyrir mun fleiri hluti og ný áhugamál :)

     
  • At 7:52 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, það er gott að vera ekki með lærdóminn á bakinu öll kvöld og helgar! :-)
    Annars er nú alveg ótrúlegt hvað maður nær að vera bissí... Það var verið að bjóða mér á deit á mánudaginn og ég komst að því að næsta fríkvöld hjá mér væri fimmtudagskvöld í næstu viku!!!
    Já, maður er duglegur í félagslífinu...híhí...

     
  • At 12:16 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Úlalalaaaa....Ertu að fara á deit? Alvörudeit? Hver er sá heppni? :0)

     
  • At 12:41 AM, Blogger Kristveig said…

    hehemmm... kannski ekkert svo sniðugt að ræða svona hluti á netinu...híhí...
    En það er nú skaðlaust að segja að hann heitir Árni og er læknir...

     
  • At 5:11 AM, Anonymous Anonymous said…

    Úlllllllaaallla !! Alltaf spennandi að fara á deit ! Já læknar og læknanemar geta verið spennandi hohoh :)

     
  • At 5:19 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Á hann myndarlegan vin á lausu? ;0)

     
  • At 8:17 AM, Blogger Kristveig said…

    Bíddu nú við... Ég hélt að þú værir harðgift, Dagný... Hafa orðið einhverjar breytingar á því???

     
  • At 12:33 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Þetta er víst allt breytingum háð :0(

     

Post a Comment

<< Home