Kristveig í Sveré

Monday, December 27, 2004

Viðsnúningur sólarhringsins...

Hrikalega var erfitt að vakna í morgun! Ég var nú alls ekki tilbúin í að fara að mæta í vinnuna í dag en hér er ég samt mætt, í banastuði!
Mér finnst að það ætti alltaf að vera frí milli jóla og nýárs, óháð vikudögum... en maður verður víst bara að bíta á jaxlinn og sætta sig við að þetta er einn af (fáum) ókostum við að vera ekki í skóla...
Ég tók mér náttla frí í síðustu viku svo að ég hef sossum ekki rétt á að vera að kvarta mikið ;)

3 Comments:

  • At 8:04 AM, Blogger Rúna said…

    Já ég er sammála... ég stakk upp á því við aðila í stjórn míns fyrirtækis að jólagjöfin í ár væri bara frídagar. Mér finnst það góð hugmynd hjá mér, en ég fékk bara Laxness - sem er ss ágætt líka.

     
  • At 1:50 AM, Blogger Kristveig said…

    Þetta er snilldarhugmynd og verst að hún fékk ekki hljómgrunn hjá þínum mönnum!
    Ég fékk reyndar 10.000 kr. gjafabréf í Kringluna í jólagjöf frá Almennu og er MJÖÖÖG sátt við það! ;-)
    Var að spá í að láta þessa peninga ganga upp í gönguskó...

     
  • At 5:10 AM, Blogger Rúna said…

    Vá það er flott jólagjöf :)
    Ég held að það hafi verið búið að kaupa Laxness þegar ég stakk upp á þessu... sjáum til hvað gerist næstu jól!

     

Post a Comment

<< Home