Kristveig í Sveré

Wednesday, February 09, 2005

Saltkjöt og baunir - túkall!

Eldaði saltkjöt og baunir í gær og bauð systkinum mínum í mat. Þetta var frumraun mín í eldamennsku á þessum þjóðlega rétti og ég held bara að það hafi bara tekist nokkuð vel til hjá mér... Baunirnar voru reyndar kannski í það bragðminnsta en ég var að reyna að passa mig að hafa þetta ekki of salt. Við fylgdum að sjálfsögðu hefð dagsins og sprengdum okkur gjörsamlega og ég geri fastlega ráð fyrir að Halldór Svavar hafi staðið við loforð sitt um að æla af ofáti á körfuboltaæfingunni sem hann fór á síðar um kvöldið...

2 Comments:

  • At 2:31 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já þetta var snilldargott hjá þér Kristveig mín, og ekki var síðra að borða afgangana í hádeginu í dag! ;)
    Því miður náði ég ekki alveg að æla á æfingunni, en ég gerði allt sem ég gat til að reyna...hljóp og hoppaði eins og vitleysingur, en það eina sem ég uppskar var fjöldinn allur af ropum...hihihi hefði alveg getað endað með uppsölum, en það slapp fyrir horn.

    Takk enn og aftur fyrir mig...
    Litli bróðir

     
  • At 2:32 AM, Blogger Kristveig said…

    Verði þér að góðu! ;)

     

Post a Comment

<< Home