Kristveig í Sveré

Monday, September 26, 2005

Brjálað að gera ;)

Já, það er sko nóg að gera hjá mér hér í Sveré. Var á Álandseyjum um helgina með kórnum mínum (skólakór KTH) og það var barasta mjög gaman. Ég var nú ekki viss hvernig þetta yrði þar sem ég þekkti engan og sonna en svo var bara mjög gaman, mikið sungið nottla en svo líka djammað, dansað, hlegið og kjaftað!
Á föstudagskvöldinu um síðustu helgi buðum við Dagný Betu og Jóni Grétari í mat sem þakklæti fyrir að hafa sótt okkur í IKEA um daginn... Vorum heima hjá mér og svo komu nokkrir íslenskir strákar og bættust í hópinn eftir matinn. Vorum bara í frekar rólegum gír að kjafta og sonna en vorum samt að til kl 3 minnir mig, verrí næs!
Á laugardagskvöldinu gerðumst við Dagný hálfgerðar boðflennur og buðum okkur í afmæli til Ragga. Þar var heill haugur af Íslendingum og þar byrjaði mikið trall. Trallið hélt svo áfram niðri í bæ en við ákváðum að kíkja á Mangó og þar var sko tekið á því…hehe… við skelltum okkur í herbergið með eitís tónlistinni og dönsuðum af okkur fæturna (og sumir af sér fötin…hehemmm…). Þarna hittum við líka Svía einn sem dansaði við okkur allt kvöldið með bros bókstaflega út að eyrum! Gaman að því! Við enduðum svo á því að fara upp í Lappis (stúdentagarðar hér í bæ) og ætluðum í partý þar… en við komum ekki þangað fyrr en um fjögur leytið svo að partýið var auðvitað löngu búið…hehe… svo að þá forum við bara heim… en reyndar komst Stebbi ekki heim því hann á heima í rassg… og þangað eru ekki svo tíðar ferðir á þessum tíma sólarhringsins… en hann fékk bara gistingu hjá strákunum sem búa í Lappis…
Í kvöld er ég að fara í mat til Dagnýjar og hún ætlar að flytja fyrir mig fyrirlestur á sænsku, spennó!
Bless í bili ;)

6 Comments:

  • At 8:18 AM, Blogger Kristveig said…

    Hello!!! Hvað er málið??? Ekki bað ég um neina deitþjónustu... Mætti halda að maður væri ekki að massa þetta sjálfur...hehemmm...

     
  • At 11:20 AM, Blogger Rúna said…

    Hæ skvísan mín. Gott að heyra að það er gaman hjá ykkur þarna í Svíþjóðinni. Hvenær fær maður svo að heyra í þér á msn eða skype??

     
  • At 3:42 AM, Blogger Kristveig said…

    Ja, thetta gengur ekki lengur! Verd ad fara ad fa net heim (eda vera duglegri ad koma med tölvuna mina i skolann...) Thad virdis vera voda vez ad fa net heima hja ser... en thad fer ad reddast :)

     
  • At 10:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gott thu ert i filing i Sverige. Frabaert ad geta fylgst med.
    Knus og kossar yfir hafid,
    Maeja paeja

     
  • At 3:42 AM, Blogger Kristveig said…

    Hæ María mín. Gaman að heyra frá þér! Ert þú annars með blogg?

     
  • At 4:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    Greinilega fjör hjá þér;) En þú hefur verið klukkuð!! Nánari upplýsingar um það er að finna á minni síðu www.blog.central.is/gafulegt

     

Post a Comment

<< Home