Kristveig í Sveré

Tuesday, July 19, 2005

Tröllaskaginn er æði æði æði!

Kom í gær heim úr fjögurra daga gönguferð um Tröllaskagann og hún var snilld í alla staði. ;o)Gönguleiðirnar voru allar bjútífúl og veðrið rosalega gott! Gengum á fyrsta degi frá Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð. Á öðrum degi gengum við svo yfir í Siglufjörð og svo þaðan í Fljót, sem er bæ ðö úei ótrúlega falleg sveit. Svo var þrammað ofan af Lágheiðinni um Klaufabrekkudal yfir í Svarfaðardal og á síðasta degi fórum við yfir Heljardalsheiði og niður í Kolbeinsdal (sem er rétt hjá Hólum í Hjaltadal).
Ég mæli algjörlega með öllum þessum leiðum, þær eru svakalega flottar!
Annars snýst lífið þessa dagana um að redda sér húsnæði í Stokkhólmi því það styttist óðum í brottför þangað. Þarf líka að vinna í að losa mig við ýmislegt úr búslóðinni áður en ég fer út. Veit einhver um einhvern sem vantar sófa, náttborð, kommóðu, örbylgjuofn, brauðrist, hraðsuðuketil, leirtau o.s.frv.??? Hugsa að ég nenni ekki að flytja mikið með mér út...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home