Kristveig í Sveré

Thursday, November 11, 2004

New York, New York

Jæja, nú eru líklegast allir hættir að lesa þetta blogg...
Það hefur verið dálitið góð pása á skrifum hjá mér því ég fór í rúmlega vikuferð til New York! Jei!
Það var náttúrulega snilld að vera þarna! Ég eyddi fullt af peningum, hitti Ólaf Ragnar, Dorrit og Hillary Clinton og söng fyrir þau (ásamt restinni af óperukórnum) og það kom meira að segja mynd af okkur með Óla og Hillary í blöðunum hér heima! Nú er ég sem sagt formlega orðin fræg...hehemmm...
Svo sungum við í Carnigee Hall við mjög góðar undirtektir... en það var megintilgangur ferðarinnar.
Ég segi nú kannski meira frá ferðinni síðar, verð víst að fara að vinna ;-)

2 Comments:

  • At 3:21 AM, Anonymous Anonymous said…

    Úúú spennó. En já ég var næstum búin að gefa þetta blogg þitt upp á bátinn, var t.d. að uppfæra linkana mína áðan og bætti þér ekki inn. En svo þegar maður er í extra leiðinlegu verkefni í vinnunni þá kíkir maður líka á dauðar bloggsíður og viti menn, stundum lifna þær við.
    Sunna

     
  • At 3:50 AM, Blogger Rúna said…

    Mig grunaði nú að þú myndir skrifa e-ð um NY ferðina þína... og viti menn :)

     

Post a Comment

<< Home