Kristveig í Sveré

Sunday, February 13, 2005

Umsóknir....

Sjitt hvað það er eitthvað mikið mál að sækja um mastersnám! Er búin að sitja sveitt í næstum allan dag að skrifa CV, Autobiograhpical statement and future plans og Masters thesis proposal...
Það er hrikalegt að eyða svona heilum sunnudegi í þetta... mér líður bara eins og ég væri komin í skóla aftur... :-(

11 Comments:

  • At 4:20 AM, Blogger Dagny Ben said…

    KTH?

     
  • At 6:01 AM, Blogger Rúna said…

    Mér finnst nú einn dagur vel sloppið. Ég er búin að vera að lufsast í þessu í margar vikur! 2000-3000 orð um mitt eigið ágæti er einfaldlega of mikið - ég er greinilega ekki nógu ágæt.
    En ertu þá ekki að brasa í international umsókninni? Er þetta nokkuð svona flókið ef maður er bara að fara í sænskt nám?

    Rúna

     
  • At 8:38 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Já, úff. Ég finn til með þér Rúna, þessi Delft umsókn er ekkert smá umfangsmikil!
    Umsóknin fyrir sænska námið er voða þægileg held ég.

     
  • At 6:34 AM, Blogger Kristveig said…

    Jú, ég er ennþá að vesenast í þessu international námi... Er ekki ennþá búin að fá svör um hvernig þetta kæmi út ef ég sæki um sænska námið... (veit ekki hvað ég fæ metið og solleiðis...) Það er líka ekki komið inn umsóknareyðublaðið fyrir þetta sænska nám svo að ég ákvað að reyna að klára þessa umsókn og sjá svo til hvort ég sæki um international eða hitt...

     
  • At 11:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Master í ?????????????

     
  • At 11:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Master í ?????????????

     
  • At 11:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta var ég SHE sem var að forvitnast með fyrirhugað mastersnám Veigu ???

     
  • At 1:11 AM, Blogger Kristveig said…

    Ég er að spugulera í að fara í nám í skipulagsfræðum! :-)
    En þú, Silja mín?

     
  • At 1:15 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Já, og hvert og hvenær ert þú að spá í að fara Silja?

     
  • At 11:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    jahérna Krissí, verðum við kannski saman í bekk í KTH??? ég er líka að skoða skipulagsfræðina en kannski ekki fyrr en haust 2006... reyndar er sænska námið þannig að við fáum ekki mikið af öllu burðarþolinu okkar metið inn í skipulagsfræðina, sænski masterinn gæti því tekið einu ári lengur. En svo veit ég ekki með international námið hvort það sé metið til verkfræðingatitils?? Vitið þið eitthvað um það? Kv.Katrínka

     
  • At 3:36 AM, Blogger Kristveig said…

    Jei! Það væri nú gaman ef við yrðum saman í bekk aftur! :-)
    Já, þetta með international masterinn... þyrfti að tékka hvort hann sé metinn sem verkfræðipróf... Held samt að ég sé að hallast að því að sækja um þennan sænska... þó að ég þurfi þá að bæta nokkrum kúrsum við... það er allt í lagi ;-)

     

Post a Comment

<< Home