Kristveig í Sveré

Tuesday, October 25, 2005

Aðeins farið að róast hjá mér

Já, það er búið að vera ansi mikið að gera hjá mér og því hefur verið lítið um skriftir...
Ég hef eytt miklum tíma undanfarið í að vinna stórt verkefni sem ég svo skilaði og kynnti í síðustu viku og það gekk vonum framar! Svo fékk ég pínu lítið frí... Jei!
Sigurlaug og Sigga, vinkonur mínar frá Íslandi, komu í heimsókn og voru frá föstudegi og þar til í dag. Við höfum að sjálfsögðu haft stíft prógram í búðarrápi og túristaferðum allan tímann. Röltum um Skansen, skoðuðum Vasasafnið, röltum um Gamla stan, fórum í óperuna og töluðum og töluðum og töluðum...hehe...
Afskaplega skemmtilegir og viðburðarríkir dagar að baki sem sagt, en nú tekur alvaran við því skólinn byrjar aftur á morgun. Vona að hann fari bara ekkert of hratt af stað!

3 Comments:

  • At 5:58 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gott að þú fékkst smá frið ;) En þú verður að skrifa soldið um daglig dags hugmyndir og gerðir, svo maður geti betur fylgst með!

    Er á fullu í Boot Camp og útihlaupum í frosti og roki... þetta er svo mikil harka að maður er uppgefinn og hefur ekki tök á því a gera neitt annað!!! Full time job ;)

    Koss og knús *
    Kristbjörg

     
  • At 6:42 PM, Anonymous Anonymous said…

    hvernig er það eiginlega með hana systur þína, bloggar hún?

     
  • At 12:42 PM, Blogger Kristveig said…

    Nja, eiginlega bloggar hún ekki en hún og vinkonur hennar voru með blogg á ferðalagi sínu um Kína í september: http://blog.central.is/olofelsa
    En þú?

     

Post a Comment

<< Home