Kristveig í Sveré

Thursday, November 03, 2005

Jólin koma, jólin koma...

...já, það var að renna upp fyrir mér að jólin nálgast eins og óð fluga... Er búin að vera í rúma viku í skólanum núna á seinni hluta annarinnar og ég er strax komin geðveikt á eftir í öllu og svo er ég búin að skipuleggja svo mikið af skemmtunum að ég veit ekki hvenær ég á að ná að vinna öll verkefnin sem fyrir liggja...hehe... en þetta hlýtur allt saman að reddast, það gerir það alltaf... ;)
Fór á tónleika með Sigur rós á þriðjudagskvöldið og var alveg stórhrifin! Hann Jónsi, söngvari, er nú alveg ótrúlegur, þvílík rödd! ...og svo var ég stundum næstum stressuð um að hann myndi kafna því hann söng svo langa tóna. Er farin að halda að hann andi inn um nefið og út um munninn á sama tíma...hehe... Amina spilaði líka með þeim strákunum og sem upphitunarband og þær eru líka brill! Eftir tónleikana fórum við Dagný ásamt Stebba, Hrannari og Óla á bar nokkurn í Gamla Stan og hlustuðum á meiri lifandi tónlist. Sem sagt eitt heljarinnar menningarkvöld! Jätte bra, altså!
Á morgun kemur Íris mín til mín í heimsókn, jibbí!!! Hún ætlar að vera yfir helgina og meira að segja fram á þriðjudag því að á mánudagskvöldið ætlum við, ásamt Dagnýju, á tónleika með Cold play. Hlakka ekkert smá til!

3 Comments:

  • At 2:21 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já... það er aldeilis af tónleikum!!! Gaman að sjá að þið skemmtið ykkur vel! Líka gaman að skoða myndirnar á blogginu hennar Dagnýjar, þú ættir að benda á það í blogginu þínu: www.dagnyben.blogspot.com

    Knús *
    Kristbjörg

     
  • At 6:49 AM, Blogger Rúna said…

    Jei ég er líka að fara á tónleika með Sigur Rós... ví hlakka bara meira til eftir að hafa lesið lýsingarnar hjá þér og Dagnýju :)

     
  • At 5:00 PM, Blogger she said…

    Greinilega mikið fjör og mikið gaman hjá ykkur þarna í Svíalandi, gaman að því :)

     

Post a Comment

<< Home