Kristveig í Sveré

Friday, November 12, 2004

Ammríkudónar

Ég komst að því í ferð minni til Ameríku að íbúar Nýju Jórvíkur eru eins yfirborðskenndir og hugsast getur! Ég hélt sko að menn væru umsvifalaust reknir úr starfi í BNA ef þeir stæðu sig ekki í stykkinu. En þannig er því alls ekki háttað, a.m.k. ekki ef menn segja engin dónaleg orð. Það þykir nefnilega hræðilega dónalegt að segja sjitt eða fokk jú o.s.frv. en það er allt í fína lagi að dæsa mjög hátt við afgreiðslustörf, ranghvolfa augunum og berja pirringslega í borð. Svo maður tali nú ekki um að það þykir alveg sjálfsagt að bjóða manni þjónustu en ef maður þyggur hana þá mætir manni þvílíki fýlusvipurinn að maður hrökklast í burtu og skammast sín rosalega fyrir að hafa dirfst að biðja um afgreiðslu... Hvurslags eiginlega er þetta?!?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home