Kristveig í Sveré

Monday, February 21, 2005

Brill helgi!

Þvílík menning!
Fór í óperuna á föstudagskvöldið á Toscu. Snilldarsýning, svaka drama og ég tárfelldi meira að segja...híhí... Mæli eindregið með henni.
Fór svo á tónleika á laugardaginn þar sem hún Hulda Proppé, vinkona mín söng og stóð sig rosa vel og ég táraðist aftur!
Á laugardagskvöldið buðu pabbi og mamma okkur systkinunum í leikhús. Fórum að sjá Nítjánhundruð í Þjóðleikhúsinu. Það er einleikur og hann kom skemmtilega á óvart! Mjög flott og enn og aftur komu tár í augun... Held ég sé að verða full væmin...
Helgin endaði svo í matarboði hjá Halldóri Svavari. Hann er svo myndarlegur drengurinn að hann bauð mér og pabba og mömmu í gæs með öllu tilheyrandi og hafði meira að segja keypt rauðvín sem passar vel við villibráð! Ekki amalegt það! ;-)

2 Comments:

  • At 2:38 AM, Anonymous Anonymous said…

    Rosalega ertu menningarleg og vá hvað bróðir þinn er myndarlegur að bjóða ykkur í gæs og alles ! :)

     
  • At 6:52 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, það er nú ekkert slor að eiga svona bróður... híhí...
    ...og já, ég er bara að standa mig nokkuð vel í menningarátakinu! ;-)

     

Post a Comment

<< Home