Kristveig í Sveré

Thursday, November 18, 2004

Hvað á ég að verða þegar ég verð stór...

Ég er að verða kreisí á því að vita ekkert hvað mig langar að verða þegar ég verð stór!
Nú upp á síðkastið hefur mér helst dottið í hug að fara í læknisfræði eða sjúkraþjálfun... en svo nenni ég því eiginlega ekki... finnst þetta soldið langt nám... en hvað eru 4 eða 6 ár miðað við að maður er að fara að eyða ævinni í starfið???
Svo er ég líka að reyna að spá í hvort ég geti ekki fundið eitthvað innan verkfræðinnar sem mér líst á en ég er ekki búin að fá neina "köllun" í þá áttina...
Getur maður endalaust verið í vafa um þetta???
Getur ekki einhver bara sagt mér hvað ég á að gera?

6 Comments:

  • At 6:01 AM, Anonymous Anonymous said…

    Skondið , ég nefnilega dauðsé eftir því að hafa ekki valið sjúkraþjálfun. Ég nefnilega var skráð í hana og mætti fyrstu vikuna. Þá fékk ég þessa fáránlegu hugmynd að skipta yfir í verkfræðina og byrjaði þar viku of seint fyrsta árið !! Veit ekki alveg hvað ég var að pæla - líklega hrædd við klásusinn á þeim tíma. Mér leiðist líka þetta viðhorf í dag að hvetja stelpur í verkfræði, það sé voða flott. Það gleymist alveg að athuga hvort fólk kæri sig að vinna við þetta. Verkfræðistörf fela nefnilega mikla tölvuvinnu í sér og setu við skrifborð alla daga. Það er eitthvað sem ég get engan veginn hugsað mér- eitthvað sem maður hefði átt að pæla í fyrir 3 árum ....

     
  • At 6:32 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, þetta er nú meira bullið í manni... en einhver ástæða var nú fyrir því að maður valdi þessa verkfræði (held reyndar að það hafi bara verið rembingur í mér...híhí...) og það var skynsamleg ákvörðun á þeim tíma! (fannst mér alla vega þá...)
    Nú þarf ég bara að einbeita mér að því að finna eitthvað við mitt hæfi! og hananú! ;) ...og gangi þér líka vel, Hugrún!
    (Gott að vita af því að maður er ekki einn í bullinu...híhí...)

     
  • At 4:40 AM, Blogger Kristveig said…

    Hmmm... ég gaf nú ópersöngkonustarfsferilinn upp á bátinn fyrir löngu... en kannski ég ætti bara að lufsast úr þessu verkfræðibulli og fara að syngja aftur... híhí...
    Eða eigum við kannski bara að skella okkur saman í kennslu- og uppeldisfræðina næsta haust???
    Hvað segirðu um það? ;)

     
  • At 5:22 AM, Blogger Rúna said…

    Bölvað væl og svartsýni stelpur ;)
    Verkfræðin er mjög góður grunnur undir allan fjandann - eru t.d. verkfræðingar ekki bestu kennararnir??

     
  • At 6:52 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, það er satt, Rúna, þetta er óttalegt væl...híhí... og nú er bara að finna sér eitthvað skemmtilegt að læra! Ég held ég sé reyndar að verða doldið sein í þessu fyrir næsta vetur... en ætla að kíkja á þetta um jólin ;) Ég hlýt að finna eitthvað út úr þessu!

     
  • At 6:08 AM, Blogger Cilla said…

    Vá hvað ég er sammála þér :p Veit sko ekkert hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór :p Nýjasta bólan er hönnun í iðnskólanum í hafnarfirði hehe

     

Post a Comment

<< Home