Kristveig í Sveré

Monday, February 28, 2005

Árshátíð og læti!

Árshátíð Almennu var núna á laugardagskvöldið og hún heppnaðist rosa vel þó ég segi sjálf frá... (var sko í nefndinni). Hún var haldin í sal Ferðafélags Íslands, Karl Ágúst var veislustjóri, maturinn var æði og svo spilaði stórhljómsveitin Dans á rósum fyrir dansi fram á nótt... Endaði kvöldið í eftirpartýi en fór þaðan þegar mönnum fannst kominn tími á að skella sér í heitan pott í garðinum... mín ekki alveg til í það.
Í gær var ég bara nokkuð brött en alveg að kálast í fótunum. Er með tvær risa blöðrur á iljunum enda var ég mjög dugleg að dansa og gerði þau mistök að reyna að vera fín dama í háhæluðum skóm...
Annars bara lítið í fréttum...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home