Kristveig í Sveré

Sunday, November 13, 2005

Jätte bra kryssning!

Var sum sé að koma úr siglingu til Tallin og hún var bara snilld! Rosa gaman í bátnum, tókum þátt í karoki, horfðum á miss latino og rosalega danssýningu, borðuðum góðan mat og kjöftuðum. Það var líka mjög gaman að koma til Tallin, stoppuðum reyndar bara í 6tíma í landi... en maður fékk alla vega smjörþefinn. Okkur tókst að sjálfsögðu að monta okkur af því að Ísland hefði verið fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Eista og sögðum einhverjum aumingja Svía frá öllum Thule auglýsingunum m.a. um Jón Baldvin: "He went there and just recognized them"!!!! (með tilheyrandi hreyfingum og stolti í augunum). Svíinn leit líka alveg eins út og útlendingurinn í Thule auglýsingunum...hehe... var ekki alveg að ná þessum húmor... og við hlógum og hlógum...
Er með netta sjóriðu, enda var dálítill veltingur, sérstaklega á leiðinni heim.
Nú tekur við stanslaus lærdómur næstu vikurnar!!! Þýðir ekkert að vera í þessu kæruleysi lengur!

4 Comments:

  • At 4:20 AM, Anonymous Anonymous said…

    hmmm.... eru þetta ekki siðlaus ferðalög? ;)

    Knús *
    Kristbjörg

     
  • At 1:42 PM, Blogger Kristveig said…

    jahh... það mætti kannski orða það þannig...hehe.. fer eftir því hvernig litið er á málið ;)

     
  • At 4:33 AM, Anonymous Anonymous said…

    Held reyndar að Thule auglýsingin sé um Litháen, en það er ekki svo nogið þar sem JBH viðurkenndi sjálstæði allra eistrasaltsríkjanna 1991.
    Fyrir framan þinghúsið í Vilnius (Litháen) hefur verið komið fyrir minnismerki þar sem stendur „Til Íslendinga - sem þorðu meðan aðrir þögðu.“
    Bara smá aukafróðleikur

    kv Pis

     
  • At 1:39 AM, Blogger Kristveig said…

    Tackar så mycket, pis minn! Alltaf gaman að læra e-ð nýtt um það hvað Íslendingar eru lang bestir í heimi!!! ;) Verð með þetta á hreinu næst þegar ég dembi Thule á einhvern annan aumingja útlending...hehe

     

Post a Comment

<< Home