Kristveig í Sveré

Saturday, November 19, 2005

Sadshuset i gærkveldi!

Var að syngja með kórnum mínum í Stadshuset í gærkvöldi undir stjórn Eric Ericsson sem er frægasti kórstjórnandi Svía. Tilefnið var að það var verið að heiðra Eric og veita honum verðlaun upp á 850 þúsund sænsk kvikindi!!! Ekki amalegt það! Annars var þetta aðallega útskriftarathöfn fyrir doktorsnema frá KTH. Við fengum svo að vera með í veislunni og dansinum á eftir. Borðuðum í Blåhallen (sem er reyndar ekki blár salur en átti að vera það þar til arkitektinn skipti um skoðun) og dönsuðum í Gyllene salen (sem er sko roooosalega gylltur, allir veggirnir eru alsettir örlitlum mósaíkflísum þar sem grunnliturinn er gull en svo eru alls kyns myndir líka). Svo fengum við líka að fara inn í prinsens gallerí sem er víst mjög sjaldgæft að fólk fái að fara inn í. Alla vega svona líka ljómandi skemmtilegt kvöld!
Nú er ég hins vegar að fara að skemmta mér yfir lærdómnum og reyna að hrista af mér einhvern hálsbólguskít sem er að troða sér upp á mig!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home