Kristveig í Sveré

Friday, December 10, 2004

Péningar...

...eru náttla bara til vandræða! Sérstaklega ef maður á ekkert af þeim.
Hvernig í ósköpunum er hægt að vera svona glataður í peningamálum eins og ég...
Það hefur sko verið innprentað í mig (af fjölskyldunni aðallega) að ég sé svo óskaplega skynsöm í fjármálum að það sé engu lagi líkt (sem sagt í samanburði við systkini mín...) og ég hef trúað þessu í fjölda ára en nú held ég að ég sé að átta mig á því að þetta er ekki alls kostar rétt!
Eftir að ég kynntist t.d. henni Rúnu og fleirum úr verkfræðinni þá kem ég hrikalega út í fjármálasamanburði. Ég er t.d. búin að vera með blússandi yfirdrátt í tæpt ár núna og það sér nú ekki alveg fyrir endann á honum... (ég bind reyndar vonir mínar við jólabónusinn...)
En það sem ég ekki skil í þessu máli er að mér finnst ég alltaf vera að spara!
Ég er orðin skuggalega gömul og á ekki neitt og alls staðar í kringum mig eru smápattar að kaupa sér íbúðir og rosa flotta bíla og sonna...
Hvert leka allir péningarnir mínir, spyr ég nú bara si sona???

3 Comments:

  • At 5:15 AM, Blogger Rúna said…

    Jahh... miðað við frammistöðu mína á síðustu misserum þá er varla hægt að segja að ég sé skynsöm stúlka í peningamálum :(
    En það er gaman að kaupa sér föt :D

     
  • At 5:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þó þú sért ekki jafn öguð í fjármálunum og sumir vina þinna, ertu samt sem áður lang-gáfulegust af okkur systkinunum í þessu...Þetta virðist vera ættgengt samt að vita ekkert hvað verður um peningana þegar maður er sjaldnast að kaupa sér neitt af viti...við þyrftum að komast á fjármálanámskeið bara held ég, þar sem maður lærir að halda lengur í peningana sína;)

    kv. Halldór Svavar

     
  • At 9:29 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, ég væri til í það! ;-)

     

Post a Comment

<< Home