Kristveig í Sveré

Wednesday, November 24, 2004

???

Stundum skil ég bara ekkert í sjálfri mér.
Hvernig stendur á því að stundum get ég verið afskaplega stabíl hvað mat og hreyfingu varðar en svo bara dett ég niður í sukk og hreyfingarleysi þess á milli...
Það er eiginlega bara allt eða ekkert hjá mér, annað hvort grænmeti og skokk á hverjum degi eða súkkulaði og sjónvarp!
Er maður ekki bara geðklofi???
Nú eða bara súkkóhólisti... þessi nammifíkn líkist alla vega grunsamlega mikið alkóhólisma...
Ætli það sé ekki best að skella sér í nálastungur við þessu...

5 Comments:

  • At 8:04 AM, Blogger Rúna said…

    Ég kannast við þetta vandamál... nema ég fer aldrei út að hlaupa á milli þess sem ég dett í nammið :(

    ...en já ég sá þig því miður ekki í sjónvarpinu. Í hvaða þætti var þetta?

     
  • At 8:37 AM, Blogger Kristveig said…

    Ég var nú þokkalega í fréttunum á sunnudaginn!
    Það var frétt um það að Guðni, sem er upphafsmaður kaðlajóga, er að fara að þjálfa næsta Súperman!

     
  • At 1:45 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sko, Kristveig, nú reddar þú þér hlutverki í Súperman myndinni.
    Kannski myndirðu hugsa minna um súkkulaði ef þú værir á fullu alla daga að æfa hlutverk Ofurkvendisins :)

     
  • At 5:00 AM, Blogger Kristveig said…

    Brilliant hugmynd! Ég fer strax að vinna í þessu ;)
    ...en hver á hugmyndina?

     
  • At 3:23 PM, Blogger Thorey said…

    smá ábending, þeir sem vilja sjá Kristveigu í fréttunum geta horft á það á netinu :)
    ruv.is og velja fréttaupptökur. Maður getur svo valið dag og þá frétt sem maður vill sjá...

     

Post a Comment

<< Home