Sveitasælan svíkur engan!
Já, nú er ég bara búin að slá þessu öllu saman upp í kæruleysi og er komin í jólafrí norður í rassg...
Það er nú alveg dásamlegt að vera hérna í sveitinni í rólegheitunum en ég má nú ekki slaka of mikið á því ég var búin að ákveða að nota daginn í dag (sem er reyndar orðið skuggalega lítið eftir af...) og á morgun í að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég verð stór... eða alla vega reyna að ákveða hvað ég ætla að gera næsta vetur.
Það er eiginlega þrennt sem kemur til greina:
- Vinna annan vetur (finnst það kannski ekki alveg nógu spennandi samt...)
- Fara í kennsu- og uppeldisfræði og vinna kannski aðeins með því.
- Fara til úglanda í mastersnám en þá er eftir að ákveða í hvað maður ætlar...
Ég er búin að vera að skoða alls konar síður en er bara alls ekkert góð í að leita á netinu, sem kemur sennilega flestum sem þekkja mig (tæknitröllið) mjög á óvart!
Mér sýnist samt að í KTH sé fín deild fyrir skipulagsnám og í DTU og Chalmers er gott nám í hljóðverkfræðinni...
Held samt að ég sé ekki að finna öll mastersprógrömin því ég sá t.d. ekkert um jarðtækni-master í DTU, en ég veit samt að það er kennt þar (eða var það alla vega í fyrra...) svo að það er örugglega margt að fara fram hjá mér... ætla að reyna að grufla aðeins betur í þessu á eftir.
En svo er það þetta með að vera svona hrikalega einhleypur... finnst satt best að segja ekkert voða spennó að vera að plana að fara ein til útlanda í nám... þannig að ef einhver er að fela draumaprinsinn minn þá mætti nú alveg fara að afhjúpa hann mín vegna... svo ég geti nú reynt að ljúka við að plana næsta vetur... tíhí... ;-)
Jæja, þetta er nú meira tuðbloggið...
Gleðileg jól!
Það er nú alveg dásamlegt að vera hérna í sveitinni í rólegheitunum en ég má nú ekki slaka of mikið á því ég var búin að ákveða að nota daginn í dag (sem er reyndar orðið skuggalega lítið eftir af...) og á morgun í að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég verð stór... eða alla vega reyna að ákveða hvað ég ætla að gera næsta vetur.
Það er eiginlega þrennt sem kemur til greina:
- Vinna annan vetur (finnst það kannski ekki alveg nógu spennandi samt...)
- Fara í kennsu- og uppeldisfræði og vinna kannski aðeins með því.
- Fara til úglanda í mastersnám en þá er eftir að ákveða í hvað maður ætlar...
Ég er búin að vera að skoða alls konar síður en er bara alls ekkert góð í að leita á netinu, sem kemur sennilega flestum sem þekkja mig (tæknitröllið) mjög á óvart!
Mér sýnist samt að í KTH sé fín deild fyrir skipulagsnám og í DTU og Chalmers er gott nám í hljóðverkfræðinni...
Held samt að ég sé ekki að finna öll mastersprógrömin því ég sá t.d. ekkert um jarðtækni-master í DTU, en ég veit samt að það er kennt þar (eða var það alla vega í fyrra...) svo að það er örugglega margt að fara fram hjá mér... ætla að reyna að grufla aðeins betur í þessu á eftir.
En svo er það þetta með að vera svona hrikalega einhleypur... finnst satt best að segja ekkert voða spennó að vera að plana að fara ein til útlanda í nám... þannig að ef einhver er að fela draumaprinsinn minn þá mætti nú alveg fara að afhjúpa hann mín vegna... svo ég geti nú reynt að ljúka við að plana næsta vetur... tíhí... ;-)
Jæja, þetta er nú meira tuðbloggið...
Gleðileg jól!
4 Comments:
At 12:28 AM, Dagny Ben said…
Hva! Varstu ekki að spá í læknisfræðina líka? ;)
At 4:10 AM, Kristveig said…
Jú, ég var eitthvað að spá í hana á tímabili, held samt að ég sé hætt við það...
Lá annars yfir þessu í gær og held ég sé búin að finna soldið spennandi mastersnám í skipulagsfræðum í KTH! Jei! :-)
At 6:47 PM, Anonymous said…
Það er hræðilegt að leita á dtu síðunni, var loksins að finna listann yfir mastersnámin í byggingarverkfræðinni í síðustu viku. Ágætt fyrir mig að fara að velja línu... þar sem ég er nú búin að vera í eina önn í mastersnáminu!!!
http://www.adm.dtu.dk/studier/retninger/bygning_d.htm
bjork
At 3:40 AM, Kristveig said…
Tusen tak ;-)
Post a Comment
<< Home