Kristveig í Sveré

Monday, March 14, 2005

Ég er skýjum ofar...

Var að syngja í gær á tónleikunum hans Domingo og er barasta ennþá í skýjunum! Hann Domingo er algjörlega besti tenor í heimi og fyrir utan að syngja eins og engill þá er hann þvílíka krúttið í framkomu. Hann mátti nú alveg vera að því að spjalla við fólkið úr kórnum og hljómsveitinni og ég fékk meira að segja að láta taka mynd af mér með honum!!! Ví ví ví! Hann er bara algjört krútt!!! ...og konan sem söng með honum (Ana Maria Martinez) var líka algjört æði!
Ekki er nú allt jafn gleðilegt í mínu lífi og þetta því mér tókst að klúðra Toefl prófinu á föstudaginn :-( Mér gekk bara frekar vel þar til ég uppgötvaði að ég hafði óvart hoppað yfir tvær spurningar í síðasta hlutanum og ég veit ekkert hvenær það gerðist en allt sem kom á eftir því hafði þá hliðrast um tvo reiti og því er það allt vitlaust... :-( Glatað! En það er víst ekkert hægt að gera í þessu svo ég verð bara að reyna að gleyma þessu og hugsa bara um Domma vin minn og silkimjúku röddina hans... híhí...

8 Comments:

  • At 5:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þvílíkur heiður að fá að syngja i kórnum !! Annars hefði ég sko verið meira en til í að vera á þessum tónleikum- dauðöfundaði Rúnu á að fá boðsmiða frá bróður sínum ;)

     
  • At 3:04 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Bíddu, toefl? Af hverju varstu að taka það, hvert ertu að spá í að fara?

     
  • At 2:57 AM, Blogger Kristveig said…

    Maður þarf að hafa Toefl til að sækja um international námið í KTH en mig langar meira í sænska námið svo að ég held að þetta skipti ekki svo miklu máli... Samt dálítið glatað að ég bað um að niðurstöðurnar yrðu sendar í skólann... Það verður ekki há einkunn en skiptir vonandi engu...

     
  • At 8:51 AM, Anonymous Anonymous said…

    hei sá þig í sjónvarpinu með Mr.Bigshot.... þú tókst þig rosa vel út :O) kv.Katrín

     
  • At 3:48 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, sástu mig í fréttunum? :-) Þú ert þá væntanlega komin heim á klakann... Välkommen hem!

     
  • At 9:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    nei ekki komin heim á klakann.... var að horfa á netinu ;O) kv.Katrín

     
  • At 12:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    Blessud Kristveig min, eg var ad muna eftir blogginu thinu en thvi hafdi eg alveg steingleymt. Ma eg ekki baeta ther vid i linkana a minu?

    knus, Becks

     
  • At 3:13 AM, Blogger Kristveig said…

    Jú, þú mátt það alveg Bekka mín! :-) En ég lofa engu um dugnað við að skrifa... hehemmm...

     

Post a Comment

<< Home