Kristveig í Sveré

Friday, April 29, 2005

Fordæming Fausts

Var að syngja með Óperukórnum og Sinfó í gær og það var algjör snilld. Fordæming Fausts eftir Berlioz var stykkið sem flutt var og það er ótrúlega flott!
Kristinn Sigmundsson söng eitt af aðaleinsöngshlutverkunum og hann er nottla algjört æði, hann er barasta átrúnaðargoðið mitt núna, held ég bara...
Ég náði snilldarlega að krækja mér í einsöngshlutverk þar sem ég varð (ásamt einni stöllu minni) aðeins of áköf og byrjaði einn frasann ögn of snemma... Tel ég þetta vera fyrsta skrefið á farsælum ferli sem einsöngvari hjá Sinfó... hehemmm...
Ég hugsaði nú með mér að það væri nú ekkert mál að klippa þetta út úr upptökunni sem ég vissi að væri í gangi en svo frétti ég eftir á að það væri verið að útvarpa verkinu BEINT á Rás1!!! Ég hlýt því að vera orðin landsfræg meðal eldriborgara!
Annars lítið að frétta, nú fer að verða rólegra hjá mér því undanfarið hefur verið ansi mikið að gera í kóræfingum og fleiru. Er líka með tvo "nemendur" sem ég er að reyna að hjálpa í stærðfræði og nú þegar vorið nálgast fer þessari kennslu líka að ljúka.
...og þá tekur sumar og sól við! Hlakka gegt til! :-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home