Kristveig í Sveré

Tuesday, April 12, 2005

Ofdekruð...

Var í dekri í sumarbústað á föstudagskvöldið og það var sko algjör snilld! Við vinkonurnar töfruðum fram dýrindis máltíð og svo hófumst við handa við dekrið. Fórum í heitan pott, settum á okkur kornakrem og maska, lökkuðum neglurnar, ég fékk fótanudd (Íris vinkona mín er sko sjúkraþjálfari og hún kann sko aldeilis að nudda!!!) og svo smurðum við á okkur alls kyns kremum og fíneríi. Kvöldið endaði svo á spádómsprikum Sigríðar Klingenberg og þá kom ýmislegt í ljós um framtíð okkar stallna... Það verður þó ekki tíundað hér...hmmm....
Á laugardaginn fór ég með Siggu Dóru að skoða fallega kroppa á fimleikamóti og við vorum sko ekki sviknar af því!!! Asskoti flott hjá strákunum!
Svo var djamm á laugardagskvöldið. Við fórum á NASA á ball með Svörtum fötum og það var bara fínt! Held reyndar eftir þetta kvöld að ég sé orðin alki því mér fannst ég drekka ansi hreint hressilega en fann varla á mér... Skemmti mér samt mjög vel!
Sunnudagurinn var þynnkulaus og vil ég þakka það ofnæmistöflu sem við tókum allar á laugardagskvöldið (þetta er sko nýjasta trixið í þynnkubransanum...).
Sunnudagskvöldið var svo tekið í að horfa á Notebook sem er mjög krúttleg mynd og ég felldi meira að segja eitt eða tvö tár.
Í heildina var þetta sum sé afar vel heppnuð helgi! :-)

5 Comments:

  • At 7:34 AM, Blogger AuðurA said…

    Ofnæmishvað??? Á maður að skella í sig einni histamín á tjúttinu???

     
  • At 10:12 AM, Blogger Kristveig said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 6:09 AM, Blogger Kristveig said…

    Já það er víst trixið... Skella í sig einni töflu fyrir fyllerí... Þori nottla ekki að ábyrgjast árangur en fyrsta prófun lofar góðu ;-)

     
  • At 2:10 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Ég þarf nú að taka ca 1-2 ofnæmistöflur á dag en samt er ég nú yfirleitt þunn!
    Kannski þetta virki bara á þá sem þurfa ekki á ofnæmistöflum að halda ;0)

     
  • At 6:40 AM, Blogger Kristveig said…

    Æi, nú... Kannski er þetta ekki neitt gott trix... En já, gæti samt virkað á okkur sem erum ekki að bryðja þessar töflur daglega...

     

Post a Comment

<< Home