Kristveig í Sveré

Thursday, April 21, 2005

Gleðilegt sumar!!!

Já, nú er sumar, gleðjumst gumar, gaman er í dag.... Eða ekki... Þarf nefnilega að vinna í dag :-( Mér finnst það nú ekkert ógurlega gaman en ég á eftir að njóta þess síðar. Ég þarf sko að vinna í dag því ég ætla að taka mér frí í næstu viku til að vera á hljómsveitaræfingum með Sinfó. Er að fara að syngja Fordæmingu Fausts eftir Berlioz með kórnum mínum, jei!
Annars lítið að frétta, nema að ég fékk bara fínustu einkunn í Toefl ... Ég klúðraði nottla aðeins síðasta hlutanum og fékk fæst stig fyrir hann en þetta hefði getað farið mikið verr. Jú, og svo er ég komin með nýtt rúm sem er við nánari umhugsun ekki svo sniðugt því nú verður ennþá erfiðara að komast á fætur á morgnana, held ég...

2 Comments:

  • At 12:05 PM, Anonymous Anonymous said…

    Gleðilegt sumar!! Og þetta verður gott sumar... það er ég viss um!!

     
  • At 7:49 AM, Blogger Kristveig said…

    Sammála!!! Þetta getur ekki orðið annað en brilliant! Ég er alla vega ákveðin í að hafa það gott í sumar!

     

Post a Comment

<< Home