Smá léttir...
Ég er búin að hafa dálitlar áhyggjur undanfarið af því að ég muni ekki eiga neina peninga í haust þegar (og ef...) ég fer út til Svíðþjóðar í námið mitt, mér gengur nefnilega afleitlega að spara... En ég fékk þær gleðifréttir í dag að hjá LÍN fær maður líklega niðurfellingu á tekjum (upp að einhverju marki) þegar maður byrjar í meistaranámi alveg eins og þegar maður byrjar í háskólanámi í fyrsta sinn. Þetta eru sko fréttir í lagi!
Best að fara beint í Kringluna eftir vinnu... ;-)
Best að fara beint í Kringluna eftir vinnu... ;-)
2 Comments:
At 12:28 PM, Katrin said…
ekki samt klára allan peninginn, það er líka svo fínt að eyða honum í H&M hérna í Stokk... hehehe ;)
At 3:47 AM, Kristveig said…
Já, það er satt... Verð að reyna að halda í við mig áfram, það er mikið skemmtilegra að kaupa fuuullllt af dóti í H&M en að kaupa í okrinu hér heima...
Ætli maður komist samt nokkurn tíma út úr sparnaðarpakkanum... :-/
Post a Comment
<< Home