Afmæli aldarinnar!
Fór í rosa skemmtilegt afmæli til Siggu Dóru á föstudagskvöldið! Hún var sko búin að tala mikið um það að hún ætlaði að elda svaka galadinner handa okkur og við ákváðum þá að koma henni á óvart og mæta í galaklæðnaði!!! Vorum í síðkjólum með hanska og fjaðrir og allar græjur og svo borðuðum við þessa líka dýrindismáltíð...mmmmm... þvílíkt ljúfmeti!
Upp úr miðnætti ákváðum við svo að taka lagið, ég spilaði á píanó og Sigga á gítar og svo var trallað og trallað og trallað... Aumingja fólkið í húsinu hennar Siggu, við sungum ekkert voða lágt og til merkis um hvað ég spilaði ljúflega á píanóið þá voru alla vega fimm neglur brotnar... og Sigga var með risa blöðru á gítarfingrinum sínum. Þegar við vorum komnar á fimmtu umferð í söngbókinni þá ákváðum við að skella okkur í bæinn... kl. hálf fimm!!! Það var náttúrulega búið að loka flestum stöðum en við römbuðum inn á Kaffibarinn og þar voru flestir soldið skrýtnir og með sítt skegg... Töluðum aðeins við tvo gaura en annar þeirra var frekar leiðinlegur og hinn var gaurinn úr Júrómyndbandinu hennar Selmu og hann var með ljótt hár... hehe....
Helgin var annars bara fín. Fór í mat til afa og ömmu á laugardagskvöldið. Gerðist svo svaka menningarleg í gær og fór með pabba, mömmu og Kristbjörgu á Þjóðminjasafnið. Rosa flott, mæli með þessu og ég þarf pottþétt að fara aftur, maður náði sko ekki að skoða allt í einni ferð.
Alla vega, fín helgi að baki!
Upp úr miðnætti ákváðum við svo að taka lagið, ég spilaði á píanó og Sigga á gítar og svo var trallað og trallað og trallað... Aumingja fólkið í húsinu hennar Siggu, við sungum ekkert voða lágt og til merkis um hvað ég spilaði ljúflega á píanóið þá voru alla vega fimm neglur brotnar... og Sigga var með risa blöðru á gítarfingrinum sínum. Þegar við vorum komnar á fimmtu umferð í söngbókinni þá ákváðum við að skella okkur í bæinn... kl. hálf fimm!!! Það var náttúrulega búið að loka flestum stöðum en við römbuðum inn á Kaffibarinn og þar voru flestir soldið skrýtnir og með sítt skegg... Töluðum aðeins við tvo gaura en annar þeirra var frekar leiðinlegur og hinn var gaurinn úr Júrómyndbandinu hennar Selmu og hann var með ljótt hár... hehe....
Helgin var annars bara fín. Fór í mat til afa og ömmu á laugardagskvöldið. Gerðist svo svaka menningarleg í gær og fór með pabba, mömmu og Kristbjörgu á Þjóðminjasafnið. Rosa flott, mæli með þessu og ég þarf pottþétt að fara aftur, maður náði sko ekki að skoða allt í einni ferð.
Alla vega, fín helgi að baki!
3 Comments:
At 7:54 AM, Anonymous said…
Hallo skvis! Ertu s.s. a leid til Svithjodar i haust? Kem heim 21. mai og verd ut manudinn a.m.k. Verdum ad na Sisi!
Mary Snow
At 2:02 AM, Kristveig said…
Hello Mary!
JÁ! Reynum endilega að skella á einu Sísí! ;)
Verðurðu svo úti í NY í allt sumar?
At 2:03 AM, Kristveig said…
...og já, ég er sennilega á leið til Sverige í haust... er orðin svaka spennt! :)
Post a Comment
<< Home