Kristveig í Sveré

Tuesday, May 17, 2005

Ef það væri nú alltaf frí á mánudögum...

Ég myndi sko alveg vilja vera í fríi alla mánudaga. Þetta var alveg snilldar helgi. Fór á leikritið "Riðið inn í sólarlagið" á föstudagskvöldið og skemmti mér mjög vel. Á laugardaginn gerðist ég svakalega menningarleg og fór með múttu á 5 sýningar á Listahátíð og hún bauð mér svo út að borða. Svo var djammað, fyrst í partýi hjá Sunnu og svo í bænum. Ég skemmti mér konunglega en kvöldið endaði í svaka rugli niðri í bæ. Einhver vitleysingi og örugglega dópisti réðst á pis og hrinti honum í götuna. Þá kom Albert, sem er að vinna með Davíð og Rúnu á VST, og ætlaði að skakka leikinn því gaurinn ætlaði að sparka í pis liggjandi í götunni. Þá kýldi dópistinn Albert og hann fékk þvílíku blóðnasirnar og varð ekkert rosa glaður. Albert ætlaði að hjóla í gaurinn en hann fór.... og þegar við fórum heim held ég að Albert hafi ennþá verið að leita að gaurnum... Vona að hann hafi ekki fundið hann! Þetta var eiginlega frekar skerí!

2 Comments:

  • At 6:31 AM, Blogger Rúna said…

    Hann fann gaurinn og sigaði löggunni á hann.

     
  • At 8:40 AM, Blogger Kristveig said…

    Gott hjá honum! Ég var bara orðin skíthrædd um að menn færu sér að voða þarna... en allt er gott sem endar vel (alla vega fyrir góðu kallana...) :)

     

Post a Comment

<< Home