Djööööö...
...hvernig slekkur maður á brunavörn??? Ég fékk bréf í póstinum áðan um mikilvægi þess að hafa brunavarnirnar í lagi og það er nú allt gott og blessað. Ég gerðist náttúrulega voða ábyrg hið snarasta og ýtti á takkann á reykskynjaranum mínum til að athuga hvort rafhlöðurnar væru ekki í lagi en nú pípir tækið á mínútufresti og ég kann ekkert að slökkva á þessu!!!
3 Comments:
At 3:08 AM, Anonymous said…
Prófaðu að taka batteríið úr... annars hef ég ekkert vit á þessu! ;)
Kristbjörg
At 4:59 AM, Kristveig said…
Já, þetta hætti reyndar eftir svolitla stund... Vona bara að þetta sé merki um að það sé í lagi með græjuna... ;)
At 12:23 AM, Anonymous said…
Ég hef heyrt að reykskynjarar pípi reglulega þegar batterýið er að klárast...kannski er eitthvað svoleiðis í gangi? Ég veit heldur ekki mikið um þetta...við erum gáfuleg systkinin maður...hihi
Halldór Svavar
Post a Comment
<< Home