Gleðilegt ár lömbin mín!
Já nú er bara komið árið 2006, ótrúlegt! Ég er enn í vellystingum í sveitinni og hef það eiginlega aðeins of gott...hehe... Held ég verði svo löt af þessu svakalega langa jólafríi að ég geti aldrei lyft litlafingri framar... Hér er mynd af okkur systkinunum á aðfangadagskvöld. Það er árlegur siður í fjölskyldunni að stilla okkur upp á sama stað og smella af ;)
Nú svo er kannski ekki úr vegi að skella inn mynd þar sem Halldór Svavar er að borða jólamatinn eftir að hann sullaði rauðbeðum á skyrtuna sína...hehe
Nú svo er kannski ekki úr vegi að skella inn mynd þar sem Halldór Svavar er að borða jólamatinn eftir að hann sullaði rauðbeðum á skyrtuna sína...hehe
2 Comments:
At 5:31 PM, Rebekka said…
Gleðilegt árið Kristveig mín, takk fyrir það gamla! Ferðu heim næsta szumar? Vonandi að ég hitti þig eitthvað á klakanum, annars verð ég bara að koma til Svíþjóðar!
At 5:54 AM, Kristveig said…
Já, gleðilegt árið sömuleiðis Bekkan mín. Það er ekki komið á hreint hvernig sumrinu verður háttað hjá mér. Mig langar að reyna að vera í Svíþjóð en er ekki búin að fá vinnu... svo að ef ég fæ ekkert að gera þarna úti þá kem ég heim yfir sumarið. Já, ég vona líka að við náum að hittast fljótlega og þú ert að sjálfsögðu alltaf velkomin í heimsókn til mín hvort sem ég verð í Svíþjóð eða á Fróninu :)
Post a Comment
<< Home