Sankta Lucia
Já nú er ég búin að syngja í Luciatåg í fyrsta skipti (ja, alla vega svona í seinni tíð...) og það gekk bara vel. Var reyndar með svindlmiða því það voru svo mörg lög sungin að ég rétt náði að læra lögin sjálf en ekki alla textana... hehemmm... Ég á svo að vera sjálf Lucia á þriðjudaginn kemur, þegar við syngjum í Sankt Görans Sjukhus. Mér fannst það nú bara skemmtilegt að fá að vera Lucia svona einu sinni en eftir daginn í dag er mér alveg hætt að lítast á þetta hlutverk... Sú sem var Lucia í dag endaði nefnilega með hárið gjörsamlega þakið vaxi og þvílíkt far eftir krónuna
á enninu (maður er s.s. með málmkrónu með lifandi ljósum á hausnum...) En alla vega, þetta hlýtur nú að bjargast...
Annars var ég að klára skólann minn á föstudaginn og er komin í jólafrí! Jei! Fór í kórstelpnapartý á föstudagskvöldið og drakk glögg og talaði mikið... (full mikið að gorta mig af Íslandi fyrir minn smekk...hehemmm.)
Í gær var svo partý hjá Völu fyrir okkur íslensku stelpurnar og það var mjög fínt líka. Ég fór reyndar frekar snemma heim því ég þurfti að vakna kl 7 í morgun til að fara á söngæfingu.
Næstu dagar munu mikið einkennast af söng en svo ætla ég nú líka að slappa af, versla jólagjafir, fara á jólamarkaði, vera í matarboðum, fara út að borða o.s.frv. Sem sagt spennandi vika framundan og svo fer ég heim á Frónið mitt á sunnudaginn. ;)
á enninu (maður er s.s. með málmkrónu með lifandi ljósum á hausnum...) En alla vega, þetta hlýtur nú að bjargast...
Annars var ég að klára skólann minn á föstudaginn og er komin í jólafrí! Jei! Fór í kórstelpnapartý á föstudagskvöldið og drakk glögg og talaði mikið... (full mikið að gorta mig af Íslandi fyrir minn smekk...hehemmm.)
Í gær var svo partý hjá Völu fyrir okkur íslensku stelpurnar og það var mjög fínt líka. Ég fór reyndar frekar snemma heim því ég þurfti að vakna kl 7 í morgun til að fara á söngæfingu.
Næstu dagar munu mikið einkennast af söng en svo ætla ég nú líka að slappa af, versla jólagjafir, fara á jólamarkaði, vera í matarboðum, fara út að borða o.s.frv. Sem sagt spennandi vika framundan og svo fer ég heim á Frónið mitt á sunnudaginn. ;)
6 Comments:
At 3:12 AM, Anonymous said…
Þetta er allt í lagi - meðan ekki kviknar í hárinu á Lúsíunni...
Þá fyrst næði ljósadýrðin hámarki!
At 2:30 AM, Anonymous said…
Varð hugsað til þín í gær þegar sænsk-íslenskur kór var að syngja í sjónvarpinu í gær og sá ég umrædda kórónu.... segi bara gangi þér vel;)
Kv.
Vala
At 12:20 PM, Kristveig said…
Jæja, Lucian gekk bara alveg ljómandi vel og það kviknaði ekki í hárinu! Fékk svolítið vax í hárið en það var nú allt í lagi miðað við að vera með þessa feikilega fínu þvingu á hausnum... Ekkert svo rosalega þægilegt...hehe
At 3:15 AM, Anonymous said…
Þá væri gott að hafa vaxeyðingarkrem við höndina, sbr. háreyðingarkrem?
At 4:33 AM, Anonymous said…
Gott ad tetta gekk nu afallalaust. Verst ad hafa ekki getad borid dyrdina augum.
At 8:32 AM, Anonymous said…
Gott að þetta gekk áfallalaust! Vona að þú náir nú eitthvað að slappa af og njóta lífsins ;)
Formlegt matarboð hjá afa og ömmu á sunnudagskvöldið...
Knús *
Kristbjörg
Post a Comment
<< Home