Kristveig í Sveré

Wednesday, December 21, 2005

Komin heim í sveitina

Já, þá er ég komin alla leiðina á Skerið og það er barasta voða notalegt. Kom til landsins á sunnudaginn og Sigurlaug mín sótti mig á völlinn. Var nefnilega með svo þétt skipaða dagskrá þennan hálfa sólarhring í höfuðborginni að þetta var góð leið til að ná að spjalla við hana. Fór beint í dýrindis veislu til afa og ömmu þar sem á borðum var ljúffeng hreindýrasteik, ekki amalegar móttökur það! Svo fór ég að hitta menntóvinkonur mínar í bænum. Við röltum aðeins um Laugaveginn og settumst svo inn á kaffihús og spjölluðum... afskaplega notalegt. Flaug norður á mánudagsmorguninn með Halldóri Svavari og Kristbjörgu og mamma sótti okkur til Akureyrar.
Spilaði badminton við brósa minn í gær og testaði í leiðinni nýju hnéhlífina mína en hún er nú ekkert alveg nógu góð því ég náði aðeins að snúa upp á hnéð þegar við ákváðum að spila smá fótbolta... ekkert alvarlegt en samt pínu spælandi því hún var nú nógu dýr...
Annars er ég í óskaplega miklum rólegheitum hér heima og líður vel með það. ;) Er strax búin að snúa sólarhringnum við og vakna ekki fyrir hádegi...hehe... Klippti Halldór Svavar minn í gær og er bara orðin bísna góð í því þó ég segi sjálf frá...hehemmm Nú er ég nýkomin úr sundi og ætla að fara að lesa eða eitthvað... Þvílík dásemd!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home