Jólin koma, jólin koma!
Já, ég fer heim til Íslands á morgun! Það verður sennilega svolítið skrýtið að koma heim. Mér finnst einhvern veginn að tíminn hafi átt að standa í stað þarna heima á meðan ég hef verið hér... en það er auðvitað ekki málið... hehe
Fór í matarklúbbinn í gærkvöldi til Dagnýjar og hún eldaði þennan líka dýrindis hnetukjúllarétt...mmmm rosa gott! Svo bakaði ég pönnukökur í eftirrétt og við höfðum ís og marssósu með...mmmm líka svaðalega gott. Fengum viðauka í klúbbin, það komu nefnilega fjórir Gautaborgarar í heimsókn til Dagnýjar í gær og það gerði kvöldið enn skemmtilegra ;)
Í kvöld ætlum við svo ein fjórtán íslensk stykki út að borða. Hlakka mjög til! ;)
Jæja, ætla aðeins að skreppa í Gamla Stan og kíkja á jólamarkað.
ps. datt í hug að segja ykkur frá síðunni hennar múttu minnar www.yst.is. Þar má sjá listaverkin hennar og þar á meðal gosbrunn sem ég var með í að byggja í sumar ;)
Fór í matarklúbbinn í gærkvöldi til Dagnýjar og hún eldaði þennan líka dýrindis hnetukjúllarétt...mmmm rosa gott! Svo bakaði ég pönnukökur í eftirrétt og við höfðum ís og marssósu með...mmmm líka svaðalega gott. Fengum viðauka í klúbbin, það komu nefnilega fjórir Gautaborgarar í heimsókn til Dagnýjar í gær og það gerði kvöldið enn skemmtilegra ;)
Í kvöld ætlum við svo ein fjórtán íslensk stykki út að borða. Hlakka mjög til! ;)
Jæja, ætla aðeins að skreppa í Gamla Stan og kíkja á jólamarkað.
ps. datt í hug að segja ykkur frá síðunni hennar múttu minnar www.yst.is. Þar má sjá listaverkin hennar og þar á meðal gosbrunn sem ég var með í að byggja í sumar ;)
2 Comments:
At 2:00 PM, Anonymous said…
Góða ferð heim og gleðileg jól :)
At 5:17 AM, Kristveig said…
Tackar så mycket og gleðileg jól sömuleiðis ;)
Post a Comment
<< Home