Kristveig í Sveré

Tuesday, January 31, 2006

Jei jei...

Halldór Svavar minn kom í heimsókn á sunnudaginn og fór svo að hitta vin sinn og mág í Skövde í gærkvöldi. Það var svooooo gaman að hafa litla brósa í heimsókn! Við röltum m.a. um bæinn, fengum okkur steik á Jensens Böffhus og höfðum það voða notalegt. Nú eru líka allir í fjölskyldunni búnir að heimsækja mig (og mamma meira að segja tvisvar ;) ). Fór í bíó með Siggu föstudagskvöldið og við sáum Minningu um geisju (eða eitthvað svoleiðis...) og mér fannst hún bara mjög fín. Komst svo að því þegar ég fór að hugsa um það að ég hef ekki farið í bíó síðan síðasta sumar!
Jæja... nú held ég að ég sé búin að gera allt sem mér dettur í hug til að fresta því að fara að læra... hehemmm...

2 Comments:

  • At 2:32 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ Kristveig mín!
    Datt inn á síðuna þína í gegnum RebekkuíHongKong, langaði bara að skilja eftir kveðju...
    Já, og takk fyrir jólabréfið, var gaman að heyra frá þér. Jólakortaskrifin fóru e-ð öðru vísi en ætlað var hjá mér í ár (þ.e. í fyrra), þú átt reyndar hjá mér jólakort á eldhúsbekknum, veit ekki alveg hvenær það kemst af stað. Ég afhendi þér það í versta falli í sumar á 10 ára reunion.
    Bestu kveðjur, Imba.
    (imbahilmars@hotmail.com)

     
  • At 4:33 PM, Blogger Kristveig said…

    Hæ Imba mín! Gaman að heyra frá þér og takk fyrir kveðjuna sem ég fékk frá þér í gegnum Ölmu móðursystur :) Hlakka til að sjá þig í sumar!

     

Post a Comment

<< Home