Stokkhólmurinn minn...
Já, þá er ég komin aftur til Stokkhólms... Fékk fylgdarlið með mér hingað út þar sem Kristbjörg og mamma komu í helgarferð til mín. :) Við áttum mjög skemmtilega helgi, röltum um bæinn, fórum út að borða og skruppum í outlet í Barkaby með Anniku (sem er læknir og var að vinna á Íslandi). Ætluðum líka upp í turninn á Stadshuset en hann er víst lokaður á veturna :(
Það var ansi kalt í íbúðinni minni þegar við komum hingað út. Ég hafði nefnilega ákveðið að það væri sniðugt að lækka á öllum ofnum á meðan ég væri heima til að spara... en ég borga sko ekki hitann, hann er innifalinn í leigunni...hehemmm... Er ekki ennþá búin að ná upp venjulegu íslensku innihitastigi en þetta er samt allt að koma ;)
Ég byrjaði í skólanum á fimmtudaginn var og líst bara vel á þann kúrs, svo byrja ég í öðrum í næstu viku. Þessi síðari verður kenndur í Norrtälje sem er lengst norður í rassg... og ég held það muni taka mig hátt í 1,5 tíma að komast þangað! Þetta þýðir 3 tíma ferðalag í hvert skipti og ég veit ekkert hvað ég á eiginlega að gera þennan tíma??? Þetta er ekki lestarferð svo ég get sennilega ekki lesið á leiðinni... hmmm... þarf að finna eitthvað út... Væri gott að geta nýtt tímann eitthvað en ég enda örugglega bara á því að hlusta á ipodinn minn ;)
Ég, Dagný og Kolla skelltum okkur á ballettsýninguna Pétur Gaut við tónlist Grieg á föstudagskvöldið og það var mjööög skemmtilegt! Mikið af fallegum kroppum og ótrúlega fallegar hreyfingar og svo er tónlistin líka mjög flott. Þeir hafa greinilega samt stytt verkið aðeins því ekkert af lögunum sem við þekkjum voru spiluð...
Jæja, ætla að haska mér út í frostið og hlaupa, er að reyna að vera dugleg við það... :P Svo verð ég sennilega að koma mér aðeins af stað í náminu... ;)
Það var ansi kalt í íbúðinni minni þegar við komum hingað út. Ég hafði nefnilega ákveðið að það væri sniðugt að lækka á öllum ofnum á meðan ég væri heima til að spara... en ég borga sko ekki hitann, hann er innifalinn í leigunni...hehemmm... Er ekki ennþá búin að ná upp venjulegu íslensku innihitastigi en þetta er samt allt að koma ;)
Ég byrjaði í skólanum á fimmtudaginn var og líst bara vel á þann kúrs, svo byrja ég í öðrum í næstu viku. Þessi síðari verður kenndur í Norrtälje sem er lengst norður í rassg... og ég held það muni taka mig hátt í 1,5 tíma að komast þangað! Þetta þýðir 3 tíma ferðalag í hvert skipti og ég veit ekkert hvað ég á eiginlega að gera þennan tíma??? Þetta er ekki lestarferð svo ég get sennilega ekki lesið á leiðinni... hmmm... þarf að finna eitthvað út... Væri gott að geta nýtt tímann eitthvað en ég enda örugglega bara á því að hlusta á ipodinn minn ;)
Ég, Dagný og Kolla skelltum okkur á ballettsýninguna Pétur Gaut við tónlist Grieg á föstudagskvöldið og það var mjööög skemmtilegt! Mikið af fallegum kroppum og ótrúlega fallegar hreyfingar og svo er tónlistin líka mjög flott. Þeir hafa greinilega samt stytt verkið aðeins því ekkert af lögunum sem við þekkjum voru spiluð...
Jæja, ætla að haska mér út í frostið og hlaupa, er að reyna að vera dugleg við það... :P Svo verð ég sennilega að koma mér aðeins af stað í náminu... ;)
3 Comments:
At 4:23 AM, Dagny Ben said…
Það er svo sannarlega hvetjandi fyrir mig að fara út að hlaupa þegar ég veit að ég rekst kannski á kunnulegt andlit niðrá Kungsholms Strand. Fannst ýkt gaman að hitta þig áðan :0)
Ekkert smá hressandi hlaupatúr (þó ég hafi nú ekki orkað að hlaupa allan tímann) enda veðrið alveg yndislegt!
At 5:17 AM, Kristveig said…
Já, frábært að við skyldum hittast, manni líður bara eins og maður sé í einhverjum smábæ...tíhí ;)
Æðislegt veður, langaði ekkert inn að læra... :P
At 10:24 AM, Anonymous said…
Frábært að heyra hvað þið eruð duglegar að hlaupa ;) Flottar jólamyndir... híhíhíh...
Knús *
Kristbjörg
Post a Comment
<< Home