Jazz
Já, skellti mér ásamt Dagnýju, Kollu, Stebba og Hrannari á jazztónleika á sunnudagskvöldið og það var svona líka vel heppnað. :) Tónleikarnir voru á krá svo maður gat setið og sötrað vín, spjallað og notið tónlistarinnar! Það var Dagný sem stóð fyrir þessu, frændi hennar þekkir nefnilega einn úr hljómsveitinni. Sá heitir Siggi og er Íslendingur og sem sönnum löndum sæmir þá fjölmenntum við til þess að hvetja "okkar" mann :)
Var annars á kóræfingu mest allan laugardaginn og svo komu Halldór Svavar og Edda seinnipartinn. Ég smitaðist auðvitað af kaupgleði þeirra skötuhjúa og keypti roooosa flottan, svona semi-fínan kjól á morðfjár...hehe... Svo fórum við út að borða og spjölluðum frameftir. Þau fóru svo heim á sunnudaginn.
Það er svo sem ekki mikið meira í fréttum hjá mér nema það er þorrablót um næstu helgi og ég er bara farin að hlakka mikið til!
Var annars á kóræfingu mest allan laugardaginn og svo komu Halldór Svavar og Edda seinnipartinn. Ég smitaðist auðvitað af kaupgleði þeirra skötuhjúa og keypti roooosa flottan, svona semi-fínan kjól á morðfjár...hehe... Svo fórum við út að borða og spjölluðum frameftir. Þau fóru svo heim á sunnudaginn.
Það er svo sem ekki mikið meira í fréttum hjá mér nema það er þorrablót um næstu helgi og ég er bara farin að hlakka mikið til!
5 Comments:
At 3:16 PM, AuðurA said…
Þið eruð svo ótrúlega aktíf í kúltíveraða skemmtanalífinu þarna úti - óperan, jazztónleikar svo ekki sé talað um kórinn... Ég er búin að fara á eitt safn í útlandinu mínu... allt og sumt ;)
At 4:18 AM, Anonymous said…
Já það er stór hættulegt að fá fólk í heimsókn þegar maður er blá fátækur námsmaður. Ég smitaðist einmitt þegar vínkona mín heimsótti mig á dögunum
At 7:54 AM, Kristveig said…
Já, það var áramótaheitið mitt fyrir rúmu ári síðan að reyna að vera aðeins menningarlegri og það gengur svona líka ljómandi... ;) (alla vega stundum...)
At 8:16 AM, Anonymous said…
Takk rosalega vel fyrir okkur Eddu Kristveig mín! Það var alveg svakalega gott að vera hjá þér í svona temmilega afslöppuðu andrúmslofti og flottri íbúð...svo spillti nú ekki fyrir að fá þig til að versla pínu líka svo við Edda litum nú aðeins betur út...hihi
Kv. Halldór Svavar
At 2:18 AM, Kristveig said…
Já, ég verð nú samt að viðurkenna að ég þurfti kannski ekkert svo mikla hvatningu í innkaupunum...hehe... Takk fyrir komuna elsku brósinn minn, bið að heilsa Eddu! :)
Post a Comment
<< Home