Aftur komin heim...
...eftir svakalega vel heppnaða ferð norður í land. Ég fór sem sagt í ferðalag með Dagnýju, Kollu og Andra norður til Luleå og þar slógust í hópinn Margrét, vinkona Kollu, og John, kærastinn hennar. Í Luleå fengum við þessar líka flottu móttökur hjá þeim Möggu og John og þar skelltum við okkur m.a. á skauta og grilluðum pylsur á vatninu. Þetta var á föstudaginn en á laugardaginn keyrðum við til Kiruna og skoðuðum Íshótelið sem er þar rétt hjá og það er ekkert smááááá flott!!! 5000 fermetra hótel með gistirými fyrir 180 manns, ef ég man rétt... Við treystum okkur reyndar ekki til að leggja út fyrir gistingu á þessu fína hóteli enda kostar nóttin milli 25 og 50þúsund íslenskar spírur... ekki alveg á verðlagi stúdentsins...hehe
Skoðuðum Samasafn og Samakirkju á sunnudaginn ásamt því að fara í skoðunarferð niður í fjall nokkuð sem inniheldur stærstu neðanjarðarnámu heims! Ég er nú ekki haldin innilokunarkennd en ég verð nú samt að segja að það var svolítið skrýtin tilfinning að vera yfir 200 m fyrir neðan yfirborð jarðar... ;) Það er heldur ekkert lítið sem er þarna niðri; risavélar út um allt sem eru meira og minna fjarstýrðar og svo er 400 km vegakerfi inni í fjallinu!!!
Seinnipartinn á sunnudaginn keyrðum við til Abisko og gistum þar. Fyrir svefninn var okkur boðið upp á gufubað sem við þáðum með þökkum. Þegar stundin nálgaðist fyrir saunaferðina útskýrði gestgjafinn fjálglega að útilokað væri að vera í sundfötum vegna óendanlegrar fjölgunar baktería í hitastigi gufubaðsins. Við gerðumst þá svo dónaleg að fara fram á kynjaskiptar ferðir í gufubaðið og það vakti vægast sagt lítinn fögnuð gestgjafa...hehe
Í gær fórum við í ótrúlega skemmtilega hundasleðaferð. Við fengum sjálf að ná í hundana í búrin og setja þá í ólar og festa við sleðana og þessir hundar eru alveg ótrúlega sætir og gæfir! Sleðaferðin sjálf var svo stórkostleg! Ótrúlega gaman að þeysast um á sleðanum í svakalega flottu landslagi. Sáum t.d. Lappporten, sem er stórt gil milli tveggja fjalla og er mjög frægt hér í Svíþjóð og veðrið var fullkomið; sól, logn og nett frost. Ég réð nú ekkert sérstaklega vel við sleðann á tímabili, flaug af sleðanum í þrígang en hélt samt alltaf í sleðann og drógst því með langar leiðir áður en ég gat vippað mér upp á aftur því hundarnir stoppa ekkert við smáatvik eins og það að stjórnandinn detti af...hehe ;)
Jæja, þetta er nú orðin meiri langlokan... En það helsta sem er í fréttum er að ég er að fara til Hong Kong og Malasíu eftir tæpar tvær vikur!!! Vívívívívíví!
Skoðuðum Samasafn og Samakirkju á sunnudaginn ásamt því að fara í skoðunarferð niður í fjall nokkuð sem inniheldur stærstu neðanjarðarnámu heims! Ég er nú ekki haldin innilokunarkennd en ég verð nú samt að segja að það var svolítið skrýtin tilfinning að vera yfir 200 m fyrir neðan yfirborð jarðar... ;) Það er heldur ekkert lítið sem er þarna niðri; risavélar út um allt sem eru meira og minna fjarstýrðar og svo er 400 km vegakerfi inni í fjallinu!!!
Seinnipartinn á sunnudaginn keyrðum við til Abisko og gistum þar. Fyrir svefninn var okkur boðið upp á gufubað sem við þáðum með þökkum. Þegar stundin nálgaðist fyrir saunaferðina útskýrði gestgjafinn fjálglega að útilokað væri að vera í sundfötum vegna óendanlegrar fjölgunar baktería í hitastigi gufubaðsins. Við gerðumst þá svo dónaleg að fara fram á kynjaskiptar ferðir í gufubaðið og það vakti vægast sagt lítinn fögnuð gestgjafa...hehe
Í gær fórum við í ótrúlega skemmtilega hundasleðaferð. Við fengum sjálf að ná í hundana í búrin og setja þá í ólar og festa við sleðana og þessir hundar eru alveg ótrúlega sætir og gæfir! Sleðaferðin sjálf var svo stórkostleg! Ótrúlega gaman að þeysast um á sleðanum í svakalega flottu landslagi. Sáum t.d. Lappporten, sem er stórt gil milli tveggja fjalla og er mjög frægt hér í Svíþjóð og veðrið var fullkomið; sól, logn og nett frost. Ég réð nú ekkert sérstaklega vel við sleðann á tímabili, flaug af sleðanum í þrígang en hélt samt alltaf í sleðann og drógst því með langar leiðir áður en ég gat vippað mér upp á aftur því hundarnir stoppa ekkert við smáatvik eins og það að stjórnandinn detti af...hehe ;)
Jæja, þetta er nú orðin meiri langlokan... En það helsta sem er í fréttum er að ég er að fara til Hong Kong og Malasíu eftir tæpar tvær vikur!!! Vívívívívíví!
2 Comments:
At 5:14 AM, Rúna said…
uuuuu va hvad thessi ferda saga hljomadi vel!!!
Mig langar lika ad koma med ther i naestu ferd... en tha kemst eg vist ekki thvi eg verd i profum vei smei.
En med hverjum ertu ad fara?
At 8:48 AM, Kristveig said…
Fer ein, verð í Hong Kong í heimsókn hjá Rebekku og svo eru pabbi og mamma í Malasíu! :)
Post a Comment
<< Home