Kristveig í Sveré

Tuesday, March 14, 2006

Komin heim...

... eftir mjög vel heppnaða ferð til Írisar, sem býr í Geilo í Noregi! Veðrið lék við okkur, það var heiðskýrt allan tímann sem ég var þarna og hæfilega mikið frost...hehe (7-15 gráðu frost). Íris sótti mig á Gardemoen á föstudagskvöldið, það var seinkun á fluginu svo að við vorum ekki komnar heim til hennar fyrr en um hálf þrjú um nóttina. Það kom þó ekki í veg fyrir að við færum á fætur um 10 leytið á laugardeginum og vorum á svigskíðum allan daginn. Vorum líka á svigskíðum á sunnudeginum en skelltum okkur aðeins á gönguskíði í gær. Ég er nú ekkert sérlega góð á skíðum en færið var algjörlega fullkomið svo að ég gat rennt mér eins og brjálæðingur... ;)
Skólinn byrjar á morgun og ég verð nú að segja að ég er svo sem ekkert yfir mig spennt, mikið skemmtilegra að vera í fríi bara... en vonandi verður þetta skemmtilegur kúrs. Hinn kúrsinn sem ég valdi mér byrjar eftir páska.
Um næstu helgi er ég er að fara til norður Svíþjóðar með Dagnýju, Kollu og Andra kærasta Kollu. Við ætlum að heimsækja Luleå, Kiruna og Abisko og ætlum að skoða Íshótel, fara í hundasleðaferð o.fl. Það verður örugglega mjöööög gaman! ;)
Þetta er allt planað og fínt en það er páskafríið mitt hins vegar ekki! Mig langar rooooosalega að fara til Asíu um páskana. Datt í hug að kíkja kannski á pabba og mömmu, sem eru í Malasíu, og fara svo kannski líka til Hong Kong að heimsækja Rebekku og Bjarka. En mig vantar eiginlega ferðafélaga... Ég lýsi hér með eftir einum (eða fleiri) slíkum ;)

4 Comments:

  • At 4:00 AM, Blogger Rúna said…

    Vá hljómar allt mjööög vel :)
    Þú veist að ég myndi koma með þér í Asíu reisu ef ég mögulega gæti... hér er bara ekkert verið að gefa neitt páskafrí :(

     
  • At 7:58 AM, Anonymous Anonymous said…

    Getur þú ekki fengið einhvern af þessum nöktu svíum með þér.

     
  • At 4:00 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, það hefði nú verið gaman að hafa þig með Rúna mín! Við erum náttúrulega vanir Kínafarar...hehe... Góð hugmynd annars að kippa einum nöktum með...híhí... skoða það! ;)

     
  • At 2:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    oh ég trúi ekki að þú sést að fara, ég væri nú alveg til að koma með þér...frí í skólanum og karlinn heima og svoleiðis....verst að ég skuli ekki hafa séð þetta strax...góða ferð allavega en láttu mig vita næst, þá kem ég með þér
    kveðja
    Ólöf

     

Post a Comment

<< Home