Kristveig í Sveré

Monday, April 17, 2006

Ferðalagið á enda runnið...


Jamm... kom heim um hádegið í gær eftir þessa líka frábæru ferð til Asíu!
Rebekka þeyststist með mig um alla borgina og ég verð nú að segja að það sem kom mér mest á óvart við Hong Kong var í fyrsta lagi hvað það er stutt í náttúruna frá borginni. Við fórum t.d. í gönguferð um skógivaxnar hlíðar í 5 mínútna akstursfjarlægð frá íbúðinni hennar Rebekku. Nú og svo er heldur ekkert langt að fara í ennþá meiri "sveit"... Við skruppum t.d. heim til Huldu, systur Rebekku, sem á heima rétt utan við borgina og þaðan fórum við í voða fína göngu niður að fallegri strönd. Hitt atriðið sem kom mér mjög mikið á óvart var að það mætti halda að borgin væri bara smábær því það var nánast sama hvert við stöllur fórum, alls staðar hitti hún einhvern sem hún þekkti... ótrúlegt! ;)

Á miðvikudaginn, eftir voða fína og sveitta gönguferð með Rebekku, skellti ég mér til Macau, sem er hluti af Kína en virkar svipað og Hong Kong, þ.e. er með hálfgert sjálfstæði. Borgin var lengi undir stjórn Portúgala og það sést vel á sumum byggingum og svo er þarna klassískt evrópskt torg. Ég leigði leigubíl til að skutlast um borgina með mig svo ég næði að skoða það helsta þarna á frekar skömmum tíma og af því að ég var ein á ferð þá fékk ég leigubílstjórann til að taka myndir af mér við alla helstu staðina... er ekki viss um að þessi þjónusta sé venjulega innifalin hjá leigubílastéttinni, en hann mótmælti ekki... híhí...

Frá Macau fór ég til Zhinhai þar sem Bjarki vinnur og hann bauð mér rosa fínt út að borða og svo í fótanudd... voða gott! Daginn eftir tók ég smá sundsprett í lauginni heima hjá Bjarka og rölti svo aðeins um bæinn áður en við fórum aftur til Hong Kong.







Á fimmtudagskvöldið fórum við Bjarki, ásamt vinum hans frá Ástralíu, út að borða og lentum svo á voða skralli á eftir... alveg óvart... hehe... Föstudagurinn fór af þessum sökum í afslöppun... svona framan af alla vega. Náðum þó að koma okkur út úr húsi seinnipartinn og ég keypti mér nýja myndavél (eyðilagði sko hina... :-/ ) og við fengum okkur að borða á voða fínum stað uppi í turni sem snýst svo að maður fær útsýni yfir alla borgina!
Síðasta daginn minn fórum við Bjarki á eyju sem heitir Lamma og gengum yfir hana, milli tveggja fiskiþorpa. Það var frekar kalt í veðri (ekki nema 19°C) svo að Bjarki þurfti að kaupa sér peysu í skyndi áður en við fórum í ferðina... já, maður er fljótur að venjast á háan hita... ;) Þetta var ljómandi gönguferð og við spjölluðum mikið. Bjarki sagði líka þegar ég fór um kvöldið að hann hefði talað meira síðustu daga heldur en á meðal mánuði... híhí...


Seinnipartinn í gær var mér boðið í þessa líka glæsilegu kalkúnaveislu til Elísabetar og Jóns Grétars, takk kærlega fyrir mig!!! Við vorum ein tólf þarna saman komin og skemmtum okkur vel yfir ljúffengum mat í góðum félagsskap. Það var mesta furða hvað ég var í gær eftir allt ferðalagið því ég ákvað að sofa ekkert í gærdag. Þetta kom vel út því ég svaf vel í nótt og er þá vonandi búin að snúa við sólarhringnum... ;)
Jamm... svona var nú þetta... nú tekur hins vegar stanslaus lærdómur við næsta mánuðinn... jei...

10 Comments:

  • At 10:14 AM, Anonymous Anonymous said…

    maður verður bara grænn af öfund af að lesa þetta blogg þitt....allt svo geðveikt skemmtilegt. Mig langar til Hong Kong!
    Sunna

     
  • At 3:59 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ!
    Þetta hefur greinilega verið vel heppnað ferðalag, gaman að heyra og sjá ferðasöguna!! Ætlaði einmitt að fara að minnast á myndafæð á blogginu þínu...
    Gaman að geta fylgst svona með þér, verð að taka undir með Sunnu hér að ofan og viðurkenna að það er ekki laust við að bóli á smá öfund hérna megin...
    Þú mætir örugglega í sumar er það ekki?? Hlakka til að sjá þig!
    Kv. Imba.
    (imbahilmars@hotmail.com)

     
  • At 9:20 AM, Blogger Kristveig said…

    Híhí... já þetta var sko mjöööög vel heppnað! ...og jú, ég ætla sko að júbílera í sumar!!! ;)

     
  • At 11:26 AM, Anonymous Anonymous said…

    úff, mig langar til Hong Kong líka.
    Mikið rosalega líturðu vel út by the way :)
    Er það bara ég eða ertu hálfhorfallin? Þvílíka pæjan þarna í gula bolnum
    Hulda með vaxandi bumbu.

     
  • At 1:34 PM, Blogger Kristveig said…

    Nja, það er nú talsvert í að ég horfalli...hehe Ég hafði mikið fyrir því að halda inni bumbunni á þessari mynd... híhíhíhí... ;) En takk fyrir hrósið samt Hulda mín :)

     
  • At 5:14 PM, Anonymous Anonymous said…

    Elsku syrran!

    Gaman að lesa um ævintýrin þín ;) Hlakka til að fá þig heim í sumar!

    Knús *
    Þín Kristbjörg

     
  • At 1:46 AM, Anonymous Anonymous said…

    Takk fyrir komuna, ég hef stenþegið síðan þú fórst til að jafna mig á blaðrinu. Skýst etv. til Sverjé um miðjan Maí, hlýt að sjá í skottið á þér þá.

    Kremja,
    Bjarki

     
  • At 3:47 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, kíktu endilega við hjá mér þegar þú kemur! Þá verðurðu vonandi passlega búinn að jafna þig ;)

     
  • At 10:31 AM, Anonymous Anonymous said…

    Öfund ohne ende....mikið rosalega var gaman að lesa pistlana þína, og maður verður náttla grænn af öfund, annað er ekkert hægt. Svo eruði bara öll svo sæt á myndunum. þú, Bjarki og Rebekka...!! Það er víst að ég á eftir að flytja aftur út....einhverntíma!¨Hafðu það gott elskan og hlakka til að sjá þig í sumar...eða hvað?? Kveðja olla bolla

     
  • At 4:38 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk takk :)
    Jú, við verðum endilega að reyna að hittast í sumar! Ég kem t.d. norður um miðjan júní til að halda upp á stúdentsafmælið mitt. Gætum kannski reynt að hittast þá ;)

     

Post a Comment

<< Home