Hong Kong
Mikið hefur á daga mína drifið síðan í síðustu færslu. Ég átti afskaplega góða daga á Penang; við fórum í fiðrildasafn, upp á Penang Hill þar sem útsýni er yfir eyjuna, í mosku, batíkverksmiðju, siglingu, ávaxtabúgarð o.fl. Nú svo fórum við daglega á ströndina og svo í sundlaugina við íbúðina sem við bjuggum í. Við pabbi ákváðum einn daginn að skokka svolítið á ströndinni og það var nú meira puðið... við fórum alls ekki hratt en hitinn (sennilega yfir 35°C) var alveg kæfandi og svitinn rann í fallegum lækjum eftir mér allri. Það var nú reyndar allt í lagi með svitakófið en verra þótti mér að sólarvörnin í kringum íþróttatoppinn minn nuddaðist af og ég fékk yndislega fallegar brunarendur... Nú eru þær orðnar brúnar... Ég er ennþá með hlýrabolsfar á bakinu síðan í fyrrasumar svo að ég geri ráð fyrir að þessar rendur endist næsta árið... næs...
Ávaxtabúgarðsferðin var alveg sérlega skemmtileg. Þar komumst við að ýmsu sem við ekki vissum fyrir um ávexti og krydd, t.d. að kanill er þurrkaður trjábörkur, ananasplanta ber bara einn ávöxt á líftíma sínum og ávöxturinn er 9 mánuði að ná fullum þroska. Nú svo fengum við að vita að það eru til 40 tegundir kaktusa í heiminum og þeir bera allir æta ávexti, osfrv osfrv, s.s. mjög fróðlegt.
Ég kom til Hong Kong á föstudaginn og Rebekka mín tók á móti mér úr lestinni. Við fórum á tónleika með Sigur Rós um kvöldið og svo skelltum við okkur til Kína á laugardaginn. Þar dvöldum við lengi hjá klæðskeranum hennar Rebekku og ég lét sauma á mig einn sumarjakka, tvo kjóla og tvo boli. Fötin koma hingað til HK á miðvikudaginn og ég er mjöööög spennt að sjá hvernig þetta kemur út! Ég var að öðru leyti frekar slöpp í innkaupunum en það er nú allt í lagi... Um kvöldið fórum við í nudd, fót- og handsnyrtingu... voða notalegt :)
Í gær borðuðum við brunch með fjölskyldunni hans Jarrads (sem er kærasti Rebekku) og kíktum aðeins heim til þeirra en í þá íbúð eru Rebekka og Jarrad að fara að flytja í sumar. Mjög flott íbúð með brilliant útsýni yfir allan Gleðidalinn. Eftir þetta kíktum við Rebekka aðeins á þéttbýlasta hverfi heims, MongKok og röltum um markaðinn þar. Um kvöldið var mér og Simon, vini Jarrads, boðið af þeim skötuhjúum í svakalega flottan dinner... mmmmm.... þetta var svo gott! Kvöldið endaði með rúnti upp á Hong Kong Peak en þar var þoka svo útsýni var slakt... fer bara aftur seinna þangað!
Jæja, þetta er orðin allt of löng færsla og ég gæti skrifað miklu meira... híhí... læt þetta nægja í bili :)
Ávaxtabúgarðsferðin var alveg sérlega skemmtileg. Þar komumst við að ýmsu sem við ekki vissum fyrir um ávexti og krydd, t.d. að kanill er þurrkaður trjábörkur, ananasplanta ber bara einn ávöxt á líftíma sínum og ávöxturinn er 9 mánuði að ná fullum þroska. Nú svo fengum við að vita að það eru til 40 tegundir kaktusa í heiminum og þeir bera allir æta ávexti, osfrv osfrv, s.s. mjög fróðlegt.
Ég kom til Hong Kong á föstudaginn og Rebekka mín tók á móti mér úr lestinni. Við fórum á tónleika með Sigur Rós um kvöldið og svo skelltum við okkur til Kína á laugardaginn. Þar dvöldum við lengi hjá klæðskeranum hennar Rebekku og ég lét sauma á mig einn sumarjakka, tvo kjóla og tvo boli. Fötin koma hingað til HK á miðvikudaginn og ég er mjöööög spennt að sjá hvernig þetta kemur út! Ég var að öðru leyti frekar slöpp í innkaupunum en það er nú allt í lagi... Um kvöldið fórum við í nudd, fót- og handsnyrtingu... voða notalegt :)
Í gær borðuðum við brunch með fjölskyldunni hans Jarrads (sem er kærasti Rebekku) og kíktum aðeins heim til þeirra en í þá íbúð eru Rebekka og Jarrad að fara að flytja í sumar. Mjög flott íbúð með brilliant útsýni yfir allan Gleðidalinn. Eftir þetta kíktum við Rebekka aðeins á þéttbýlasta hverfi heims, MongKok og röltum um markaðinn þar. Um kvöldið var mér og Simon, vini Jarrads, boðið af þeim skötuhjúum í svakalega flottan dinner... mmmmm.... þetta var svo gott! Kvöldið endaði með rúnti upp á Hong Kong Peak en þar var þoka svo útsýni var slakt... fer bara aftur seinna þangað!
Jæja, þetta er orðin allt of löng færsla og ég gæti skrifað miklu meira... híhí... læt þetta nægja í bili :)
5 Comments:
At 2:32 AM, Rúna said…
Vá hljómar allt saman ljómandi :)
En þetta með brunarendurnar minnir mig bara á lófa-farið sem þú varst með eftir Kínaferðina... er það farið?? híhí.
At 2:45 PM, Anonymous said…
Mér var hugsað til sjónvarpsþáttar eins þegar ég las þetta með skokkið og að sjálfsögðu pabbi þinn hann David Hasselhof
Stebbi Nóna(væri alveg til í að vera í hitanum núna)
At 5:49 AM, Kristveig said…
Já lófafarið var nú flott...hehe Held að það hafi samt horfið í ferðinni...
...og varðandi strandverðina þá efast ég ekki um að við feðginin hefðum verið ráðin á staðnum ef einhverjir umboðsmenn hefðu náð að líta á dýrðina...hehe
At 12:20 PM, Anonymous said…
Ooo vá hvað hlýtur að vera gaman hjá þér. Hlakka til að sjá klæðskerasaumuðu fötin. Er ekki hætt að endurkastast af þér sólin?
At 10:09 PM, Kristveig said…
Já þetta er sko algjör snilldarferð! Er ekki alveg eins sjálflýsandi og þegar ég kom en er hins vegar ekki alveg búin að læra á það hvað ég þoli mikla sól svo að ég brann síðast í gær... ;)
Post a Comment
<< Home