Kristveig í Sveré

Saturday, April 29, 2006

Steingrár hversdagsleikinn...

Já, nú er hann tekinn við... Er að reyna að vera dugleg að læra en það gengur nú svona og svona... Fór í Q-sång með kórnum mínum á laugardagskvöldið um síðustu helgi og það var mjööög gaman. Q-sång er sem sagt Quartett-sång þar sem kvartett er skilgreindur sem 2 eða fleiri...hehe. Ég og fjórar aðrar stelpur tókum þátt og sungum Lollipop, lollipop, ú lolli lolli lolli... og gekk barasta mjög vel. Við unnum reyndar ekki keppnina en fengum ýmis smáverðlaun fyrir góð tilþrif í söngnum. :) Það var líka bara svo gaman að æfa þetta, hef ekki sungið mikið í litlum hópum undanfarið en mér finnst það svoooo gaman! ;)
Á mánudagskvöldið bauð Kolla nokkrum íslendingum (og Gustaf ;)) í afmælismat á veitingastað rétt hjá Slussen. Þarna fengum við mjög góðan mat og svo afmælisköku á eftir og kvöldið var hið skemmtilegasta í alla staði. Veitingastaðurinn er líka með mjög flott útsýni yfir vatnið/sjóinn (veit sko ekki hvað er vatn og hvað er sjór hér í kringum Stockholm...hehe, en ég held samt að þetta hafi verið útsýni yfir sjó...).
Á morgun er ég að fara, ásamt matarklúbbnum og mökum og kannski fleirum, til Uppsala á Valborgarmessuhátíð. Veit ekki alveg hvernig hún fer fram en vona alla vega að veðrið verði gott því mér skilst að stór hluti dagsins fari í að vera í nestisferð úti á túni í miðjum bæ ;)
Jæja, farin að læra!

9 Comments:

  • At 5:50 PM, Anonymous Anonymous said…

    Nohh, þú hér, flott þetta! Líst vel á Úppsola, góða skemmtun...

    Knús og hopps, HK

     
  • At 9:05 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Mér finnst hversdagsleikinn alls ekki svo steingrár þegar hann felur í sér matarboð í góðum vinahópi, Uppsalaferð og fleira skemmtilegt :0)

     
  • At 9:05 AM, Blogger Dagny Ben said…

    This comment has been removed by a blog administrator.

     
  • At 9:27 AM, Blogger Kristveig said…

    Nei, það er alveg satt! Tilveran er barasta býsna litrík núna, þrátt fyrir yfirhangandi verkefnavinnu og próflestur... ;)Til dæmis þessi líka snilldarferð til Uppsala! ;)

     
  • At 11:01 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Já, Stebbi er búinn að setja inn myndir frá Valborg. Algjört æði :0)

     
  • At 11:01 AM, Blogger Dagny Ben said…

    Já, Stebbi er búinn að setja inn myndir frá Valborg. Algjört æði :0)

     
  • At 4:54 PM, Anonymous Anonymous said…

    Elsku systir!

    Gaman að lesa um hvað þið eruð að gera... Góða skemmtun í Uppsala ;)

    ... og gangi þér vel í prófunum... og svo nálgast nú fullorðinsaldurinn eins og óð fluga!!!

    Koss *
    Kristbjörg

     
  • At 1:27 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, oj, hann brestur á eftir 2 vikur!!! ;)

     
  • At 11:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    hmm, hmmm... hvað segirðu, hvernig var uppsala??? -eða er allt á kafi núna, í vinnu? kramar, hk

     

Post a Comment

<< Home