Kristveig í Sveré

Monday, May 08, 2006

Jæja lömbin góð

Það eru eitthvað strjál skrif hjá mér hér þessa dagana, enda nóg að gera í skólanum. Nú eru bara tæpar tvær vikur eftir og ég er farin að hlakka verulega til þess að vera í fríi hér úti í nokkra daga áður en ég fer heim. Undanfarna daga hefur veðrið verið dásamlegt, sól og yfir 20 stiga hiti og það er svoooo erfitt að halda sig innandyra yfir bókunum!
Í Uppsala var mjög gaman. Við vorum mætt um 10 leytið í bæinn og horfðum á stúdentana sigla á heimagerðum bátum úr frauðplasti og í alls kyns búningum niður á sem liggur í gegnum miðbæ Uppsala. Bátarnir voru mjög skrautlegir en flestir farnir að detta aðeins í sundur... og stúdentarnir hentu svo brotunum hver í annan og ultu svo oft á tíðum út í ána...hehe Held þetta sé nokkurs konar dimmitering en þetta eru samt háskólastúdentar sem setja svo upp útskriftarhúfur, svipaðar stúdentshúfum, seinna um daginn. Eftir bátasýninguna fórum við í "lautarferð", þ.e. settumst á grasbala í hallargarðinum og borðuðum nesti og sötruðum rauðvín og bjór. Þangað komu til okkar gítaristi og fiðluleikari úr röðum stúdenta og spiluðu fyrir okkur alveg yndislega falskt... gaman að því! ;) Dagný, Gustaf og Stebbi skelltu sér svo í champanjegalopp þar sem allir dansa saman og sprauta kampavíni yfir sig og aðra...híhí... Við hin hittum þau svo niðri í bæ og dönsuðum úti á götu, mjög sérstök stemning í því svona um miðjan dag ;) Eftir þetta fórum við í partý heim til farmor Lillemor (sem er amma Gustafs) en hún var ekki heima... ;) Svo fórum við flest heim, nema kampavínsliðið sem skellti sér aftur út og gisti svo hjá Lillemor. Svona var nú það, s.s. afskaplega vel heppnuð og skemmtileg ferð! ;) Ég kann nú ekki að setja hlekki hér inn á síðuna en ætla að prófa að setja síðuna hennar Dagnýjar og hans Stebba því þar eru myndir af herlegheitunum... Dagný og Stebbi Þetta var fyrir rúmri viku síðan og að öðru leyti er nú lítið að frétta... Kíkti reyndar í grill til Siggu frænku á föstudagskvöldið. Voða gaman að hitta hana aðeins en ég hef ekki séð hana í 2 mánuði held ég... því hún var úti í Úganda að vinna við meistaraverkefnið sitt. Við hittumst svo nokkuð margir Íslendingar og grilluðum saman úti í garði hjá Sveinbjörgu og Gumma. Afskaplega notaleg kvöldstund með spjalli og svo spiluðum við kubb, sem er afar skemmtilegur leikur. :)
Jæja, nú hefst lærdómurinn á þessum dýrðar þriðjudegi! ;)

4 Comments:

  • At 4:58 PM, Anonymous Anonymous said…

    Jahh så...greinilega ekta sænskur stúdenta-stemmari á staðnum - maður fær bara fiðring.

    Góða njóttu vorsins, með temmilegri blöndu af skruddum, sól og "treinuðum" eplum ;)

     
  • At 11:51 PM, Blogger Kristveig said…

    hahaha... var svolitla stund að fatta þetta með treinuðu eplin...híhí
    Vona svo bara að það verði líka gott veður þegar ég verð búin í prófunum eftir viku því ég ætla að vera hér í nokkra daga eftir það!

     
  • At 3:38 AM, Blogger Rúna said…

    Vá hvað ég öfunda þig að vera búin svona snemma. Ég er ekki búin í prófum fyrr en í júlí! Ótrúlega spes þessir Hollendingar.

     
  • At 12:44 AM, Blogger Kristveig said…

    Já, þetta er tóm vitleysa hjá þeim að vera að treina skólann langt fram á sumar! Ég er nú ekki beint öfundsverð núna, en verð það á föstudaginn!!! Jei! ;)

     

Post a Comment

<< Home