Kristveig í Sveré

Sunday, April 15, 2007

Paaaannnnniiiiiiiiikkkk!!!

Já, það hlaut að koma að því að ég yrði verulega stressuð yfir verkefninu mínu. Stressið helltist yfir mig á miðvikudaginn þegar allt var búið að ganga á afturfótunum í tvo daga...
Scheise, segi ég nú bara... það hefur meira að segja hvarflað að mér að ég næði hreinlega ekki að klára verkefnið fyrir tilsettan tíma... en ég reyni að bægja svoleiðis hugsunum burt...

Að öðru leyti er ekki hægt annað en að vera með sól í sinni því í dag var sól, logn og 20 stiga hiti og ég rölti heillengi um bæinn með Dagnýju og Katrínu. Ekki slæmt það! :)

13 Comments:

  • At 2:04 PM, Anonymous Anonymous said…

    þetta á allt eftir að ganga vel krútta mín ;-)

     
  • At 2:07 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk musin min! Ekki veitir mer af arnadaroskum nuna... en eg vona nu ad thetta hafist... :) Er annars ad fara til Newcastle a morgun og thad verdur örugglega finn timi til ad hlada batteriin fyrir lokasprettinn... :P

     
  • At 4:32 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sammála Þorgerði! Hafðu bara í huga að það koma yfirleitt alltaf svona tímabil á leiðinni á áfangastaðinn og þá er bara að nota stressið til að fá meiri innblástur og gott lokatrukk í þetta ;-)Þú átt eftir að rúlla þessu upp mín kæra!
    Já og gleðilegt sumar krútta mín!
    Saknaðarkveðjur

     
  • At 4:42 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sæl Kristveig
    Sástu mig nokkuð á svt24 á laugardagskvöldið. Nú er bara að virkja afl örvæntingarinnar, hætta þessu helv. keeeeellingarvæli og klára þennan andsk...
    Kv. Birgir
    Ps. Gleðilegt sumar og Sigga og Púki(kattarhelv...) biðja að heilsa.

     
  • At 7:27 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk fyrir peppid elskurnar! Thetta hlytur ad hafast a endanum... Reyndar er tölvan min ad krassa nuna (frabaer timasetning!!!) en eg vona ad thad reddist...
    Varstu ad keppa a fimleikamotinu sem var her i Stokkó 14.april, Birgir? Eg vissi af thessu moti thvi vinkona min for ad horfa en eg vissi ekki ad thetta hefdi verid synt i sjonvarpinu og vissi heldur ekki ad thu hefdir verid tharna... Hefdi nu verid gaman ad sja kappann! En hvernig er thad, ertu ekki handleggsbrotinn? Varstu kannski med sem thjalfari stelpnanna?

     
  • At 5:08 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vonandi er thetta allt a godu skridi hja ther kella min...eg hugsa til thin.

    Bekka

     
  • At 1:58 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ!
    Sannfærð um að þú eigir bara eftir að rúlla þessu upppppp
    Hvert er svo planið í sumar, er það Sverige eða er pabbi hennar Elínar kannski búinn að klófesta þig í vinnu?
    Bestu kveðjur, Imba.

     
  • At 1:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    Dreymdi í nótt að þú brilleðarir alveg með verkefnið þitt :-) Og bara svo að þú vitir þá er ég ROSALEGA berdreyminn um þessar mundir. Enginn ÞOKA í draumaheiminum hehehe.. (þú veist hvað ég á við!) Hlökkum svo til að fá þig í heimsókn í júní. Frábært að þú getur verið við skírnnina:-) Knús og klem frá Tuma og mömmunni

     
  • At 9:48 AM, Blogger Kristveig said…

    hehe... já, mikið vona ég að þú sért berdreymin Íris mín!
    Annars er ekki alveg komið á hreint hvað ég geri eftir sumarið... en nú verð ég bráðum að fara að ákveða mig... :P

     
  • At 3:16 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ sæta!
    Þú átt algjörlega eftir að rúlla þessu upp, hugsa til þín.
    Kveðja Erla Björk

     
  • At 6:36 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ elskan, vonandi gekk vel með verkefnið...ég veit alveg í hvaða aðstæðum þú varst en ég var að skila mínu núna 11.maí og á eftir að kynna það þann 18.maí. En mig langaði svo að spyrja þig hvenær þú kæmir heim?? Og hvað þú yrðir að gera hérna heima og svoleiðis....ég væri alveg til í að kíkja í heimsókn til þín aftur...ég þrái að komast í útskriftarferð;) Stelpurnar í bekknum eru að fara til Thailands og það er aðeins of langt fyrir svona bumbulínu eins og mig;) Svo ertu að sjálfsögðu boðin í veislu þann 9. júní....í Laugarborg;) En ég heyri kannski frekar í þér elskan. Gangi þér vel ef þú ert enn að skrifa;) Kveðja Ólöf Matt

     
  • At 6:13 AM, Blogger Kristveig said…

    Tackar tackar darlings!
    Ég er ennþá að vinna í verkefninu mínu. Skila því inn í lok næstu viku og kynni það viku síðar svo að nú er bara lokahnykkurinn eftir... :P

     
  • At 6:14 AM, Blogger Kristveig said…

    Þú ert sko alltaf velkomin í heimsókn Ólöf mín! :)

     

Post a Comment

<< Home