Kristveig í Sveré

Thursday, January 18, 2007

Rútínan...

...er nú ekki alveg komin í gang hjá mér... Það verður að viðurkennast að það er svolítið erfitt að koma sér á fætur og af stað í verkefnisvinnuna á morgnana... En þetta stendur allt til bóta! Frá og með morgundeginum ætla ég að læra uppi í skóla. Held að það verði fínt, bæði til að fá smá meiri reglu á vinnudaginn og líka til að komast aðeins út úr húsi.
Annars var ég að kaupa mér kort í líkamsrækt hér í bæ... já, nú á að koma reglu á hreyfinguna líka. Fór í stórskemmtilegan tíma þar í fyrradag. Þetta var nú bara svona einhver venjulegur leikfimistími sem samanstóð af alls konar hoppum, hnébeygjum, armbeygjum, kviðæfingum ofl. En kennarinn var bara alveg að drepa mig úr hlátri! Í fyrsta lagi þá fannst mér stuttbuxurnar hans "pokast" alveg ótrúlega langt út að framan... en svo kom í ljós að hann geymdi minnispunkta fyrir prógramið sitt í buxunum og þetta var ekkert lítill miði heldur plöstuð A4 síða!!! Svo var maðurinn bara algjör brandari í alla staði. Þetta var miðaldra, mjög fit en afskaplega kvenlegur maður svo að það var hrein snilld að horfa á hreyfingarnar hjá honum! Þar að auki gaf hann alltaf frá sér mjög sérstakt wú-hljóð í hárri tíðni þegar maður átti að skipta um æfingu... spes... en þetta var samt fínasta hreyfing bæði fyrir brosvöðvana og aðra vöðva og svo var nú ekkert verra að Sylvía Nótt var í tónlistarprógraminu :)

Jæja, held það sé ekki mikið meira að frétta í bili...
Ha det så bra! :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home