Kristveig í Sveré

Tuesday, April 03, 2007

Prinsessusöngur

Söng með kórnum mínum við skírn um helgina. Skírnin var í kirkju einni á Östermalm (einu af fínni hverfum borgarinnar) og allt í kringum athöfnina einkenndist mjög af því að fólkið sem var að láta skíra dóttur sína á sennilega ekkert svo lítið af peningum. Það er nú fyrir það fyrsta ekki alveg ókeypis að fá kórinn okkar til að syngja fyrir sig (kostar ca 5000 sænskar held ég) en svo var kirkjan líka full af mjög fínu fólki, karlmönnum með vatnsgreitt hár og kvenfólki í Armani drögtum (eða einhverju álíka). Og hver haldiði að hafi svo verið meðal gestanna? Það var nú barasta hún Madeleine prinsessa! Voðalega sæt og fín og það var nú ekki leiðinlegt að syngja fyrir hana :)

2 Comments:

  • At 2:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Jøss!! Bara farin að umgangast ROYALTY :-) En þú mátt ekki alveg gleyma okkur almúganum!!! knús frá mér og mínum

     
  • At 6:23 AM, Blogger Kristveig said…

    hehe... engin hætta á því! :)

     

Post a Comment

<< Home