Framundan...
...er mikið um dýrðir. Eins og ég var búin að minnast á þá er ég að fara til Köben í helgarferð eftir tvær vikur. Upp úr miðjum apríl fer ég í heimsókn til mömmu í Newcastle ásamt Kristbjörgu og í byrjun maí fer ég í kórferðalag til Írlands. Var reyndar búin að ákveða fyrir löngu að fara ekki í þessa kórferð því hún er 8 daga löng og ég á að skila verkefninu mínu um miðjan maí. Svo var ég í kórpartýi um síðustu helgi og þá sungu fimm stelpur óð til mín um að koma með... rosa flott, í röddum, með aðalfrasann: Du är vår tjej (þú ert stelpan okkar). Þá fór ég á stúfana og gat pantað styttri ferð, svo að ég verð með í rúma helgi, jei! Skelli inn tveimur myndum af stelpunum að syngja og svo einni af mér að syngja. Maður er náttúrulega í írsku fánalitunum, enda írskt þema ;)

Var annars í dásamlegu matarboði hjá Dagnýju og Gustaf í gærkvöldi og á föstudagskvöldið horfðum við Dagný á myndina Mitt liv som hund. Þetta er mynd frá 1985 eftir Lasse Hallström,
(sem á t.d. líka myndirnar Gilbert Grape og Chockolat) og hún er mjöööög góð, mæli eindregið með henni!



(sem á t.d. líka myndirnar Gilbert Grape og Chockolat) og hún er mjöööög góð, mæli eindregið með henni!
2 Comments:
At 3:37 AM,
Anonymous said…
Du er også min tjei ;-)Krammmm
At 4:02 AM,
Kristveig said…
Oooo, thu ert svo mikid krutt elsku Iris min. Hlakka til ad sja thig (vonandi i juni) :)
Post a Comment
<< Home