Gleðilegt nýtt ár!!!
Já, ég er ekki alveg dauð þó að þetta blogg hafi ekki verið mjög líflegt undanfarnar vikur. Það hefur margt gerst síðan síðast. Desember einkenndist af miklum lærdómi en ekki síður miklum söng því fyrir utan aðventutónleikana sungum við Luciu allan 13., við útskriftir KTH þann 12. og 14. og svo jólatónleika þann 20.des. Ég fékk að vera Lucia á útskriftinni þann 14. Það var voða gaman en er alls ekki tekið út með sældinni því kórónan er úr málmi og það var einhver skrúfa að borast inn í ennið á mér allan tímann auk þess sem kertavax fór að renna niður andlitið á mér þegar við vorum í miðju kafi að syngja. En þá var nú ekkert annað að gera en að brosa og halda áfram að syngja... híhí...
Annars voru jólin alveg yndisleg í heiðardalnum! Ég fékk reyndar ekki ferðatöskuna mína til mín fyrr en þann 27. (hún varð eftir í Stokkhólmi...) en það reddaðist nú allt saman. Við héldum upp á áttræðisafmælið hennar ömmu þann 27. og þar komu í fyrsta sinn saman allir afkomendur þeirra afa og ömmu (s.s. síðan yngsta barnabarnið fæddist, en hún er að verða 8 ára!). Þetta er enginn smá hópur, um 40 manns held ég... Veislan tókst mjög vel og allir ánægðir :)
Ég var í borg óttans um áramótin og við systur eyddum áramótunum hjá Birnu frænku í góðum félagsskap móðurættarinnar. Eftir miðnætti fórum við svo til Kristbjargar sem var með standandi partý fram eftir nóttu!
Þessa dagana er ég að reyna að koma mér af stað í verkefninu mínu... Það gengur nú frekar hægt en ég er þó búin að vinna svolítið í að leita heimilda og hafa samband við hina og þessa út um allan bæ... svo að þetta er nú allt í áttina.
Verð í bænum til 10.jan en þá fer ég út aftur :)
Vona að árið 2007 verði öllum alveg dásamlegt!!!
Annars voru jólin alveg yndisleg í heiðardalnum! Ég fékk reyndar ekki ferðatöskuna mína til mín fyrr en þann 27. (hún varð eftir í Stokkhólmi...) en það reddaðist nú allt saman. Við héldum upp á áttræðisafmælið hennar ömmu þann 27. og þar komu í fyrsta sinn saman allir afkomendur þeirra afa og ömmu (s.s. síðan yngsta barnabarnið fæddist, en hún er að verða 8 ára!). Þetta er enginn smá hópur, um 40 manns held ég... Veislan tókst mjög vel og allir ánægðir :)
Ég var í borg óttans um áramótin og við systur eyddum áramótunum hjá Birnu frænku í góðum félagsskap móðurættarinnar. Eftir miðnætti fórum við svo til Kristbjargar sem var með standandi partý fram eftir nóttu!
Þessa dagana er ég að reyna að koma mér af stað í verkefninu mínu... Það gengur nú frekar hægt en ég er þó búin að vinna svolítið í að leita heimilda og hafa samband við hina og þessa út um allan bæ... svo að þetta er nú allt í áttina.
Verð í bænum til 10.jan en þá fer ég út aftur :)
Vona að árið 2007 verði öllum alveg dásamlegt!!!
5 Comments:
At 4:31 PM, Anonymous said…
Takk fyrir í kvöld músin mín. Er sko komin með þig aftur í favorites ;) Góða ferð út aftur og sjáumst sem fyrst.
Knús
Soffía
At 1:38 AM, Kristveig said…
Takk sömuleiðis Soffía mín. Sjáumst alla vega í sumar :)
At 11:14 AM, Rúna said…
Gleðilegt nýtt ár!
Takk fyrir jólakortið... það kom í hús á laugardaginn :)
At 10:23 AM, Kristveig said…
Takk sömuleiðis Rúna mín. Svakalega eru þeir annars fljótir að hlaupa með póstinn, þetta tók ekki nema rúmar 2 vikur... híhí ;)
At 1:42 PM, Katrin said…
aldrei að vita nema ég kíki í heimsókn á vorönninni, apríl kemur sterkur inn þetta árið :) tónleikar með Scissor sisters 17.apríl sem mig langar á og svo auðvitað er H&M farið að sakna mín ;)
gangi þér vel með verkefnið þitt!
kv.Katrín
Post a Comment
<< Home