Kristveig í Sveré

Wednesday, May 16, 2007

Ekki eins mikil panik... hehe

Já, nú fer að styttast í að ég eigi að skila inn verkefninu mínu og ég verð nú bara að segja að þó að ég eigi nú dálitla vinnu eftir þá er ég frekar róleg yfir þessu. Er meira að segja stundum næstum með áhyggjur af því hvað ég er róleg... hehe En svo kemur þetta nú í bylgjum...
Ég á s.s. að skila verkefninu á fimmtudaginn eftir viku og kynna það fimmtudaginn 31. maí. Svo virkar kerfið þannig í minni deild að prófdómarinn og nemandinn sem á að gagnrýna mitt verkefni koma með athugasemdir þarna í kynningunni og spyrja mig út úr og eftir kynninguna þarf ég svo að laga það sem þeim finnst að betur mætti fara, áður en ég get skilað inn endanlegu eintaki.

En nú að öðru en verkefninu... Ég er búin að fara í tvö ferðalög síðan ég skrifaði síðast. Fyrst fór ég í rúmlega helgarferð til Newcastle að heimsækja mömmu og Kristbjörg kom líka. Þetta var mjög vel heppnuð mæðgnaferð! Við röltum um bæinn, skoðuðum listasöfn, skoðuðum skólann hennar mömmu, fórum út að borða nokkrum sinnum, fórum á mjög flotta sinfóníutónleika og margt fleira. Hér kema tvær myndir úr ferðinni, fyrst af okkur mæðgum úti að borða í flotta tónlistarhúsinu fyrir sinfóníutónleikana, svo ein af þeim tveimur með tónleikahúsið í bakgrunni :)


Tveimur vikum eftir þessa ferð fór ég aftur í rúma helgarferð en í það skiptið í keppnisferðalag með kórnum mínum (Kongliga Teknologkören). Sú ferð var ekki síður vel heppnuð í alla staði og söngurinn gekk mjög vel, bæði kórsöngurinn og dúettinn minn. Við unnum reyndar engin verðlaun en fengum samt mjög góða einkunn og vorum bara 1% frá vinningskórnum :)
Hér koma þrjár myndir úr ferðinni, fyrst af Mathildu og Lovísu að klifra, svo af mér og Mathildu í Blarney kastalanum og síðasta myndin er svo af mér og Lísu (sem söng dúettinn með mér) í kórkjólunum rétt fyrir keppnina :)

5 Comments:

  • At 7:19 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gaman að fá loksins nýjar fréttir;).. gangi þér vel á lokasprettinum.
    KV.
    Vala

     
  • At 7:53 AM, Blogger Kristveig said…

    Takk Vala mín.
    Það gat nú ekki annað verið en að ég væri aðeins of róleg... Átti fund með leiðbeinandanum mínum í dag og gleymdi að mæta á hann!!! Nú er púlsinn því kominn í hæstu hæðir... :P

     
  • At 11:58 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þú brillerar auðvitað í þessu eins og öðru, hef enga trú á öðru:) Gangi þér vel:)

     
  • At 4:43 AM, Anonymous Anonymous said…

    Skemmtilegar myndir! Og til hamingju með afmælið í gær!! Verst að þetta komi degi of seint...en betra er seint en aldrei. Knús og kossar frá okkur :).

     
  • At 8:06 AM, Blogger Kristveig said…

    Tackar så mycket :)

     

Post a Comment

<< Home